Sport

Fjór­tán ára Ólympíu­meistari og sam­fé­lags­miðla­stjarna á palli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Coco Yoshizawa fagnar hér Ólympíugulli sínu í keppni á hjólabrettum.
Coco Yoshizawa fagnar hér Ólympíugulli sínu í keppni á hjólabrettum. Getty/ Julian Finney

Coco Yoshizawa varð í gær Ólympíumeistari í keppni á hjólabrettum á leikunum í París og aðra leikana i röð fagnaði því japanskur táningur sigri í þessari grein.

Yoshizawa er aðeins fjórtán ára gömul en fyrir þremur árum var landa hennar Momiji Nishiya aðeins þrettán ára þegar hún vann gullið í Tókýó.

Nishiya er nú sextán ára gömul en tókst ekki að vinna sér sæti í Ólympíuliði Japana að þessu sinni. Þetta er grein þeirra ungu og þegar þú ert orðin sautján ára þá ertu þegar kominn i hóp þeirra gömlu.

Fædd árið 2009

Í hennar stað var það Yoshizawa sem hélt Ólympíugullinu í Japan en hún fæddist 22. september árið 2009.

„Ég vildi vinna gullið og lét bara vaða. Ég vissi að ég þurfti að gera eitthvað sérstakt til að vinna og gaf bara allt í þetta,“ sagði Yoshizawa sem fékk 96.49 stig fyrir ein tilþrifin sín, sem er frábær einkunn.

Pele hjólabrettanna

Brasilíska samfélagsmiðlastjarnan Rayssa Leal komst á verðlaunapall en hún er með 6,7 milljón fylgjendur á Instagram og er kölluð Pele hjólabrettanna. Hún byrjaði ekki vel en en sýndi frábær tilþrif sem vakti mikla lukku meðal áhorfenda og komu henni upp í þriðja sætið.

Liz Akama frá Japan tók silfurverðlaunin. „Ég hef blendnar tilfinningar. Ég ánægð með að vinna verðlaun en ég vildi gullið miklu frekar,“ sagði hin fimmtán ára gamla Akama.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×