Handbolti

Strákarnir hans Al­freðs Gísla skutu Japana niður á jörðina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Gíslason gat heldur betur verið ánægður með frammistöðu sinna leikmanna í dag.
Alfreð Gíslason gat heldur betur verið ánægður með frammistöðu sinna leikmanna í dag. Getty/Marcus Brandt

Japanska handboltalandsliðið átti frábæran leik á móti gamla þjálfara sínum í fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum í París en Japanir fóru aftur á móti mjög illa út leik sínum á móti öðrum íslenskum þjálfara i dag.

Dagur Sigurðsson og hans menn í Króatíu náðu að landa naumum endurkomusigri á móti Japan á laugardaginn en í morgun þá unnu Þjóðverjar ellefu marka sigur á Japan, 37-26.

Alfreð Gíslason, þjálfari Þjóðverjar, var greinilega búinn að stilla sína menn vel fyrir leik í morgunsárið því Japanir sáu aldrei til sólar í þessum leik.

Renars Uscins var markahæstur hjá Þjóðverjum með sjö mörk en Juri Knorr skoraði sex mörk. Sebastian Heymann, Lukas Mertens og Johannes Golla skoruðu fjögur mörk hver.

Þýska liðið komist í 4-0 og var komið tíu mörkum yfir eftir 21 mínútna leik, 17-7. Mest munaði tólf mörkum í hálfleiknum þegar staðan var 20-8 fyrir þýska liðinu. Munurinn i hálfleik var síðan ellefu mörk, 21-10, eftir mark beint úr aukakasti.

Alfreð hvíldi menn í seinni hálfleiknum og spilaði á öllu liðinu. Sigurinn var aldrei í hættu en í lokin munaði ellefu mörkum á liðunum.

Þýska liðið hefur þar með unnið tvo fyrstu leiki sína á leikunum en liðið vann þriggja marka sigur á Svíum í fyrsta leik. Þetta er fyrsti leikur dagsins í riðlinum en strax á eftir spilar Króatar og Slóvenar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×