Sleit sambandinu með símtali Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. júlí 2024 14:31 Katrín og Vilhjálmur hafa ýmsa fjöruna sopið saman. EPA-EFE/AARON CHOWN / POOL Samband Vilhjálms Bretaprinsar og Katrínar Middleton hefur ekki alltaf verið dans á rósum, að því er fram kemur í nýrri bók sem fjallar um ævi Katrínar. Þar segir að Vilhjálmur hafi verið haldinn efasemdum um sambandið og sagt Katrínu upp símleiðis árið 2008. Þau hafi svo náð aftur saman í búningateiti stuttu síðar. Bókin heitir Catherine, The Princess of Wales og er eftir breska rithöfundinn Robert Jobson. Þar vísar Jobson til ýmissa heimildarmanna innan veggja bresku hallarinnar og úr bresku konungsfjölskyldunni. Eins og flestir vita hafa þau Katrín og Vilhjálmur verið saman um þrettán ára skeið en þau hófu fyrst að stinga saman nefjum þegar þau voru stúdentar í Skotlandi árið 2005. Áramótin 2007 og 2008 fullyrðir Jobson hinsvegar í bók sinni að Vilhjálmur hafi verið efins um sambandið. Hann hafi hætt við að hitta Katrínu á gamlárskvöldi og stuttu síðar hringt í hana og fullyrðir höfundur bókarinnar að þau hafi átt innilegt þrjátíu mínútna spjall. Vilhjálmur hafi tjáð henni að honum fyndist þau þurfa næði frá hvort öðru og að hann væri ekki viss um að hann vildi trúlofast henni. „Í tilfinningahlöðnu þrjátíu mínútna samtali þá sammæltust þau um að þau væru á sitthvorri blaðsíðunni. Þetta var áfall fyrir Katrínu og það bætti ekki úr skák fyrir hana að hann hafi hætt með henni í gegnum síma,“ segir í bókinni. Þar segir að Vilhjálmur hafi skellt sér á næturklúbb í London í kjölfarið en að Katrín hafi farið í mæðgnaferð til Dublin og svo til Ibiza með vinkonu. Fullyrðir Jobson að næstu vikur hafi Katrín margsinnis skellt sér út á lífið í London með systur sinni Pippu. Vilhjálmur hafi séð myndir af henni í blöðum þar sem hann var staddur herþjálfun og hafi fljótt verið farinn að fyllast efasemdum um sambandsslitin. Sameiginlegur vinur þeirra Sam Waley-Cohen hafi haldið búningapartý með kynferðislegu þema, svokallað „Freakin Naughty“ þema. Þar hafi þau hist eftir langan tíma og strax haldið út á dansgólf þar sem þau fundu ástina á ný. Fram kemur í umfjöllun People um bókina að Katrín hafi áður sagt að þetta tímabil hafi styrkt sig sem persónu. Vilhjálmur telji einnig að þetta hafi styrkt sambandið síðar meir. Kóngafólk Bretland Ástin og lífið Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Fleiri fréttir Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Sjá meira
Bókin heitir Catherine, The Princess of Wales og er eftir breska rithöfundinn Robert Jobson. Þar vísar Jobson til ýmissa heimildarmanna innan veggja bresku hallarinnar og úr bresku konungsfjölskyldunni. Eins og flestir vita hafa þau Katrín og Vilhjálmur verið saman um þrettán ára skeið en þau hófu fyrst að stinga saman nefjum þegar þau voru stúdentar í Skotlandi árið 2005. Áramótin 2007 og 2008 fullyrðir Jobson hinsvegar í bók sinni að Vilhjálmur hafi verið efins um sambandið. Hann hafi hætt við að hitta Katrínu á gamlárskvöldi og stuttu síðar hringt í hana og fullyrðir höfundur bókarinnar að þau hafi átt innilegt þrjátíu mínútna spjall. Vilhjálmur hafi tjáð henni að honum fyndist þau þurfa næði frá hvort öðru og að hann væri ekki viss um að hann vildi trúlofast henni. „Í tilfinningahlöðnu þrjátíu mínútna samtali þá sammæltust þau um að þau væru á sitthvorri blaðsíðunni. Þetta var áfall fyrir Katrínu og það bætti ekki úr skák fyrir hana að hann hafi hætt með henni í gegnum síma,“ segir í bókinni. Þar segir að Vilhjálmur hafi skellt sér á næturklúbb í London í kjölfarið en að Katrín hafi farið í mæðgnaferð til Dublin og svo til Ibiza með vinkonu. Fullyrðir Jobson að næstu vikur hafi Katrín margsinnis skellt sér út á lífið í London með systur sinni Pippu. Vilhjálmur hafi séð myndir af henni í blöðum þar sem hann var staddur herþjálfun og hafi fljótt verið farinn að fyllast efasemdum um sambandsslitin. Sameiginlegur vinur þeirra Sam Waley-Cohen hafi haldið búningapartý með kynferðislegu þema, svokallað „Freakin Naughty“ þema. Þar hafi þau hist eftir langan tíma og strax haldið út á dansgólf þar sem þau fundu ástina á ný. Fram kemur í umfjöllun People um bókina að Katrín hafi áður sagt að þetta tímabil hafi styrkt sig sem persónu. Vilhjálmur telji einnig að þetta hafi styrkt sambandið síðar meir.
Kóngafólk Bretland Ástin og lífið Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Fleiri fréttir Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Sjá meira