Fagnaði sigri á Ólympíuleikunum komin sjö mánuði á leið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2024 09:00 Nada Hafez fagnar sigri eftir hörkuleik á móti hinni bandarísku Elizabeth Tartakovsky. Getty/Carl Recine Egypska skylmingakonan Nada Hafez komst í gær sæti í sextán manna úrslit í skylmingakeppni Ólympíuleikanna í París. Kannski ekki fréttnæmt nema fyrir þær sakir að hún er kona ekki einsömul. Hafez vann hina bandarísku Elizabeth Tartakovsky 15-13 og tryggði sér með því sæti meðal þeirra sextán bestu. Hún varð síðan að sætta sig við 15-7 tap á móti Jeon Ha-young frá Suður-Kóreu í næstu umferð og komst því ekki í átta manna úrslit. Eftir sigurinn á bandarísku stelpunni þá sagði hin 26 ára gamla Hafez frá því á samfélagsmiðlum sínum að hún væri komin sjö mánuði á leið. Margar áskoranir „Það lítur kannski út fyrir ykkur eins og það hafi verið tveir að keppa á skylmingapallinum í dag en þeir voru reyndar þrír. Það var ég, andstæðingur minn og líka ófædda litla barnið mitt,“ skrifaði Nada Hafez. Hafez fagnaði sigrinum gríðarlega og tilfinningarnar streymdu fram hjá henni. Flestir hefðu eflaust sleppt því að keppa á leikunum í þessari stöðu en hún var ekki bara með. Hún fagnaði sigri. „Ég og barnið mitt höfum fengið okkar góða skerf af áskorunum, bæði líkamlega og andlega. Rússíbani meðgöngunnar er erfiður einn og sér en að halda sér einnig gangandi í íþróttinni sinni á sama tíma var mjög erfitt. Þetta var samt þess virði,“ skrifaði Hafez. Stolt „Ég skrifa þessa færslu full af stolti eftir að hafa tryggt mér sæti í sextán manna úrslitunum. Ég er heppin að hafa traust eiginmanns míns sem og fjölskyldu minnar sem hjálpuðu mér að ná svona langt,“ skrifaði Hafez. „Þessir Ólympíuleikar voru öðruvísi. Þriðju Ólympíuleikarnir mínir en að þessu sinni gekk ég líka með lítið Ólympíubarn,“ skrifaði Hafez. View this post on Instagram A post shared by Nada Hafez (@nada_hafez) Skylmingar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki einir slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Sjá meira
Hafez vann hina bandarísku Elizabeth Tartakovsky 15-13 og tryggði sér með því sæti meðal þeirra sextán bestu. Hún varð síðan að sætta sig við 15-7 tap á móti Jeon Ha-young frá Suður-Kóreu í næstu umferð og komst því ekki í átta manna úrslit. Eftir sigurinn á bandarísku stelpunni þá sagði hin 26 ára gamla Hafez frá því á samfélagsmiðlum sínum að hún væri komin sjö mánuði á leið. Margar áskoranir „Það lítur kannski út fyrir ykkur eins og það hafi verið tveir að keppa á skylmingapallinum í dag en þeir voru reyndar þrír. Það var ég, andstæðingur minn og líka ófædda litla barnið mitt,“ skrifaði Nada Hafez. Hafez fagnaði sigrinum gríðarlega og tilfinningarnar streymdu fram hjá henni. Flestir hefðu eflaust sleppt því að keppa á leikunum í þessari stöðu en hún var ekki bara með. Hún fagnaði sigri. „Ég og barnið mitt höfum fengið okkar góða skerf af áskorunum, bæði líkamlega og andlega. Rússíbani meðgöngunnar er erfiður einn og sér en að halda sér einnig gangandi í íþróttinni sinni á sama tíma var mjög erfitt. Þetta var samt þess virði,“ skrifaði Hafez. Stolt „Ég skrifa þessa færslu full af stolti eftir að hafa tryggt mér sæti í sextán manna úrslitunum. Ég er heppin að hafa traust eiginmanns míns sem og fjölskyldu minnar sem hjálpuðu mér að ná svona langt,“ skrifaði Hafez. „Þessir Ólympíuleikar voru öðruvísi. Þriðju Ólympíuleikarnir mínir en að þessu sinni gekk ég líka með lítið Ólympíubarn,“ skrifaði Hafez. View this post on Instagram A post shared by Nada Hafez (@nada_hafez)
Skylmingar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki einir slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Sjá meira