Sport

Anton Sveinn komst á­fram í undan­úr­slit

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Anton Sveinn varð fjórði í sínum riðli og níundi inn í undanúrslitin. 
Anton Sveinn varð fjórði í sínum riðli og níundi inn í undanúrslitin.  Clive Rose/Getty Images

Anton Sveinn McKee komst áfram í undanúrslit í tvö hundruð metra bringusundi. Hann synti á 2:10,36 sem var níundi besti tíminn í undanrásunum.

Anton átti frábæra síðustu spyrnu og var annar þegar endaspretturinn hófst en gaf aðeins eftir undir lokin og hafnaði í fjórða sæti í sínum riðli.

Hann var 1,62 sekúndu frá Íslandsmeti sínu í greininni (2:08,74) sem hann setti í Búdapest árið 2022 og ætti því að eiga helling inni.

Tvö hundruð metra bringusundið þykir sterkasta grein Antons og það verður spennandi að fylgjast með honum í undanúrslitunum sem fara fram í kvöld. 

Reiknað er með að Anton stingi sér til sunds um fimmtán mínútum fyrir klukkan átta.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×