Lífið

Villi Vill segir Gísla Örn gera stór mis­tök

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Gísli Örn hefur skipt fáknum út fyrir rafmagnshjól.
Gísli Örn hefur skipt fáknum út fyrir rafmagnshjól. Vísir

Gísli Örn Garðarsson leikari hyggst nú leggja gráa fiðringnum að eigin sögn en hann hefur nú sett mótorhjólið sitt á sölu. Þess í stað er hann kominn á rafmagnshjól. Mótorhjólið er af gerðinni Triumph America og er frá árinu 2007.

„Grái fiðringurinn endar hér!“ skrifar hinn fimmtíu ára gamli Gísli Örn í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook, þar sem hann auglýsir hjólið til sölu með gamansömum hætti. Hann segir hjólið geggjað og hvetur áhugasama til að hafa samband.

Færslan hefur vakið mikla athygli en meðal þeirra sem tjá sig við færsluna er Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður, betur þekktur sem Villi Vill. Hann segir Gísla Örn gera stór mistök með sölunni en Villi er sjálfur mótorhjólakappi með meiru.

Stjörnulögmaðurinn elskar mótorhjól.Vísir/Vilhelm

Gísli svarar honum því að hann hafi nú fengið sér rafmagnshjól í staðinn. „Er það ekki þokkalega svalt?“ spyr Gísli í gríni. Björgvin Franz Gíslason kollegi Gísla leggur einnig orð í belg og tekur undir með kollega sínum að um sé að ræða geggjað hjól. Sjálfur sé hann reyndar meira að vinna með rafhlaupahjól. 

Þá lætur Glúmur Baldvinsson sig ekki vanta í þráðinn hjá Gísla. Hann spyr hve mikið hjólið kosti? Hann spyrji því hann finni engan gráan fiðring. 

Björgvin Franz er meira fyrir rafhlaupahjólin.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×