Guðlaug Edda syndir í Signu eftir að þríþrautin fékk grænt ljós Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2024 05:47 Guðlaug Edda Hannesdóttir fyrir framan Signu þar sem þríþrautarkeppnin byrjar. @eddahannesd Guðlaug Edda Hannesdóttir verður í dag fyrsti Íslendingurinn til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikunum. Þríþrautarkeppnin fékk grænt ljóst í nótt eftir mælingar á bakteríum í Signu. Sundhlutinn fer fram í Signu en síðan taka við hjólreiðar og hlaup um París. Æfingum hafði verið frestað á sunnudag og mánudag sem og karlakeppninni í gær vegna of mikils magns af E. Coli og fleiri hættulegum bakteríum í ánni. Organisers have cleared the Olympic women's and men's triathlons to go ahead today after the latest Seine river water tests showed lower levels of bacteriahttps://t.co/GRmDHsSryl— RTÉ News (@rtenews) July 31, 2024 Við tók hálfgerður farsi þar sem jafnvel var talað um frekari frestanir eða jafnvel að fella niður sundhlutann og breyta þríþraut í tvíþraut. Sem betur fer verður ekkert af því. Báðar keppnirnar fara fram í dag og hefst kvennakeppnin klukkan 6.00 að íslenskum tíma. Karlakeppnin tekur síðan við strax á eftir. Nýjustu mælingarnar voru framkvæmdar klukkan 3.20 í nótt og Alþjóða þríþrautarsambandið samþykkti í framhaldinu að gefa grænt ljós á keppnina. Allskonar tilfinningar í gangi Þetta er stór stund fyrir Guðlaugu Eddu sem tjáði sig um keppnina á samfélagsmiðlum í gær. „Löng og erfið vegferð að mínum fyrstu Ólympíuleikum. Allskonar tilfinningar í gangi. Ég er mjög stolt af því að hafa komist alla þessa leið í gegnum allskyns mótlæti, erfiðleika og að þjösnast áfram oft á tíðum, ein án fjármagns eða annarrar aðstoðar í keppnum og við æfingar,“ skrifaði Guðlaug Edda á Instagram. „Langar að channel-a mitt innra barn á morgun í keppninni, því þar byrjaði draumurinn. Ég gef Lífið mitt í íþróttir og í staðinn hef ég fengið lífið sjálft. Ég myndi ekki skipta þessu út fyrir neitt. Bara að hafa gaman og reyna að ná öllu út úr mér því ég elska þetta,“ skrifaði Guðlaug Edda. „Ég hef gert mitt besta í undirbúningnum með þau sem spil sem ég hafði í hendi og það eina sem ég get beðið sjálf mig um er að sýna styrk, þrautseigju og hafa gaman. Takk, takk takk. Með ást frá París - Guðlaug,“ skrifaði Guðlaug Edda Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Þríþrautinni frestað um sólarhring vegna skítugrar Signu Fyrsta Ólympíukeppni íslensku þríþrautarkonunnar Guðlaugar Eddu Hannesdóttur er því miður hægt og rólega að breytast í einhvern farsa. 30. júlí 2024 06:30 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Þríþrautarkeppnin fékk grænt ljóst í nótt eftir mælingar á bakteríum í Signu. Sundhlutinn fer fram í Signu en síðan taka við hjólreiðar og hlaup um París. Æfingum hafði verið frestað á sunnudag og mánudag sem og karlakeppninni í gær vegna of mikils magns af E. Coli og fleiri hættulegum bakteríum í ánni. Organisers have cleared the Olympic women's and men's triathlons to go ahead today after the latest Seine river water tests showed lower levels of bacteriahttps://t.co/GRmDHsSryl— RTÉ News (@rtenews) July 31, 2024 Við tók hálfgerður farsi þar sem jafnvel var talað um frekari frestanir eða jafnvel að fella niður sundhlutann og breyta þríþraut í tvíþraut. Sem betur fer verður ekkert af því. Báðar keppnirnar fara fram í dag og hefst kvennakeppnin klukkan 6.00 að íslenskum tíma. Karlakeppnin tekur síðan við strax á eftir. Nýjustu mælingarnar voru framkvæmdar klukkan 3.20 í nótt og Alþjóða þríþrautarsambandið samþykkti í framhaldinu að gefa grænt ljós á keppnina. Allskonar tilfinningar í gangi Þetta er stór stund fyrir Guðlaugu Eddu sem tjáði sig um keppnina á samfélagsmiðlum í gær. „Löng og erfið vegferð að mínum fyrstu Ólympíuleikum. Allskonar tilfinningar í gangi. Ég er mjög stolt af því að hafa komist alla þessa leið í gegnum allskyns mótlæti, erfiðleika og að þjösnast áfram oft á tíðum, ein án fjármagns eða annarrar aðstoðar í keppnum og við æfingar,“ skrifaði Guðlaug Edda á Instagram. „Langar að channel-a mitt innra barn á morgun í keppninni, því þar byrjaði draumurinn. Ég gef Lífið mitt í íþróttir og í staðinn hef ég fengið lífið sjálft. Ég myndi ekki skipta þessu út fyrir neitt. Bara að hafa gaman og reyna að ná öllu út úr mér því ég elska þetta,“ skrifaði Guðlaug Edda. „Ég hef gert mitt besta í undirbúningnum með þau sem spil sem ég hafði í hendi og það eina sem ég get beðið sjálf mig um er að sýna styrk, þrautseigju og hafa gaman. Takk, takk takk. Með ást frá París - Guðlaug,“ skrifaði Guðlaug Edda
Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Þríþrautinni frestað um sólarhring vegna skítugrar Signu Fyrsta Ólympíukeppni íslensku þríþrautarkonunnar Guðlaugar Eddu Hannesdóttur er því miður hægt og rólega að breytast í einhvern farsa. 30. júlí 2024 06:30 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Þríþrautinni frestað um sólarhring vegna skítugrar Signu Fyrsta Ólympíukeppni íslensku þríþrautarkonunnar Guðlaugar Eddu Hannesdóttur er því miður hægt og rólega að breytast í einhvern farsa. 30. júlí 2024 06:30