Sport

Dag­skráin í dag: Þrír Evrópuleikir og Rey Cup

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Úr fyrri leik Vals og St Mirren sem endaði með markalausu jafntefli.
Úr fyrri leik Vals og St Mirren sem endaði með markalausu jafntefli. getty/hulda margrét

Fjölbreytt dagskrá verður á sportrásum Stöðvar 2 í dag en fótboltinn verður þó í fyrirrúmi. Þrír leikir íslenskra liða í Sambandsdeild Evrópu verða meðal annars á dagskrá.

Stöð 2 Sport

Klukkan 17:50 er komið að sumarmótunum og að þessu sinni verður fjallað um Rey Cup sem fór fram um síðustu helgi.

Klukkan 18:35 verður sýnt frá seinni leik St. Mirren og Vals í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Fyrri leikurinn endaði með markalausu jafntefli.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 00:00 verður sýnt frá æfingaleik Chicago Bears og Houston Texans í amerískum fótbolta.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 22:00 er komið að beinni útsendingu frá Portland Classic á LPGA-mótaröðinni í golfi.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 18:50 verður sýnt frá seinni leik Egnetia og Víkings í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Egnetia vann fyrri leikinn, 0-1.

Besta deildin

Klukkan 16:20 hefst bein útsending frá seinni leik Paide og Stjörnunnar í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Stjarnan vann fyrri leikinn, 2-1.

Vodafone Sport

Klukkan 09:00 verður sýnt frá Premier Padel.

Klukkan 22:30 er komið að beinni útsendingu frá leik Cleveland Guardians og Baltimore Orioles í MLB-deildinni í hafnabolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×