Íslenski boltinn

Aron Einar heim í Þorpið

Valur Páll Eiríksson skrifar
Aron Einar verður kynntur til leiks hjá Þór í dag en gæti verið að leið erlendis.
Aron Einar verður kynntur til leiks hjá Þór í dag en gæti verið að leið erlendis. vísir / vilhelm

Aron Einar Gunnarsson hefur samið við uppeldisfélagið Þór á Akureyri og verður kynntur sem leikmaður liðsins í dag. Vera má að hann fari á láni til Belgíu.

Þór hefur boðað til blaðamannafundar seinni partinn í dag þar sem Aron Einar verður kynntur til sögunnar sem nýr leikmaður lisðins.

Fótbolti.net greinir frá því að Aron muni þó ekki spila fyrir félagið í sumar. Hann muni fara á láni til belgíska félagsins Kortrijk og spila með því fram á næsta vor. Kortrijk er stýrt af Frey Alexanderssyni, sem vann áður með Aroni hjá íslenska karlalandsliðinu.

Í frétt 433.is segir að að yfirgnæfandi líkur séu á því að Aron muni spila erlendis þrátt fyrir að hann verði kynntur til leiks hjá Þór í dag.

Aron Einar var landsliðsfyrirliði til margra ára og á að baki 103 landsleiki fyrir Íslands hönd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×