Þetta staðfestir Björg við fréttastofu. Björg rekur fatabúðina Spaksmannsspjarir á Háaleitisbraut.
„Hann kemur úr minni smiðju, ég hannaði hann,“ segir Björg sem var sjálf stödd í einskonar eftirpartíi í nýrri viðbyggingu Alþingis, Smiðju, og hafði lítinn tíma til að spjalla.



Björg er einn þekktasti fatahönnuður landsins. Árið 1993 stofnaði hún verslunina Spaksmannsspjarir. Ítarlegt viðtal við Björgu má finna hér að neðan.
Halla varð formlega sjöundi forseti lýðveldisins í dag við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni og Alþingishúsinu. Fylgst var með öllu markverðu hér á Vísi: