Ætla að ameríkuvæða „Húsafellshelluna“ á þessum heimsleikum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2024 08:30 Keppendur þurfa að burðast með sandpokann ákveðna vegalengd og það getur reynt verulega á. Hér má sjá nýja sandpokann sem heitir Happy Star eða Ánægða stjarnan. @thedavecastro/@crossfitgames Það styttist í heimsleikana í CrossFit og að venju hafa lekið út upplýsingar um hvaða og hvernig greinar bíða besta CrossFit fólks heims í baráttunni um heimsmeistaratitilinn í ár. Leikarnir færa sig nú suður til Texas fylkis eftir að hafa verið haldnir í Madison i Wisconsin fylki undanfarin ár. Nýr sandpoki í ár Dave Castro, íþróttastjóri heimsleikanna, gaf það út á dögunum að það verði notaður nýr sandpoki á þessum heimsleikum. Pokann þurfa keppendur að burðast með ákveðna vegalengd og hann verður notaður í sjöttu grein leikanna. Í grein sex eiga keppendur að spretta, hvíla og svo hlaupa 1600 metra og þessi keppni verður utanhúss á Farrington Field á föstudagskvöldinu. Það er ekki ljóst hvernig sandpokinn kemur við sögu en hann gæti vissulega gert keppendum lífið leitt. Skiptu Húsafellshellunni út Það er aftur á móti komið í ljós að það er búið að skipta Húsafellshellunni út. Það er í raun búið að ameríkuvæða „Húsafellshelluna“ á þessum heimsleikum. Í fyrra var notaður sandpoki sem var eftirmynd af hinni frægu Húsafellshellu. Að þessu sinni munu keppendur burðast með svipaða sandpoka en hann verður í líki Texas stjörnunnar í tilefni að því að heimsleikarnir eru nú haldnir í Forth Worth í Texas. Húsafellshellan er steinn við Húsafell sem vegur 186 kíló og er líklegast frægasti aflraunasteinn í heimi. Eftirlíkingar af steininum notaðar víða í aflraunakeppnum erlendis og hann var meira að segja búinn að komast að á heimsleikunum en þó í gerði sandpokans. Heppnaðist mjög vel í fyrra Greinin með „Húsafellshelluna“ heppnaðist frábærlega í Madison og var hápunktur leikanna fyrir framan þinghúsið. Nú verður fróðlegt að sjá hvort að Hamingjustjarnan eða „The Happy Star“ á ensku komi eins vel út og „Húsafellshellan“. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sjá meira
Leikarnir færa sig nú suður til Texas fylkis eftir að hafa verið haldnir í Madison i Wisconsin fylki undanfarin ár. Nýr sandpoki í ár Dave Castro, íþróttastjóri heimsleikanna, gaf það út á dögunum að það verði notaður nýr sandpoki á þessum heimsleikum. Pokann þurfa keppendur að burðast með ákveðna vegalengd og hann verður notaður í sjöttu grein leikanna. Í grein sex eiga keppendur að spretta, hvíla og svo hlaupa 1600 metra og þessi keppni verður utanhúss á Farrington Field á föstudagskvöldinu. Það er ekki ljóst hvernig sandpokinn kemur við sögu en hann gæti vissulega gert keppendum lífið leitt. Skiptu Húsafellshellunni út Það er aftur á móti komið í ljós að það er búið að skipta Húsafellshellunni út. Það er í raun búið að ameríkuvæða „Húsafellshelluna“ á þessum heimsleikum. Í fyrra var notaður sandpoki sem var eftirmynd af hinni frægu Húsafellshellu. Að þessu sinni munu keppendur burðast með svipaða sandpoka en hann verður í líki Texas stjörnunnar í tilefni að því að heimsleikarnir eru nú haldnir í Forth Worth í Texas. Húsafellshellan er steinn við Húsafell sem vegur 186 kíló og er líklegast frægasti aflraunasteinn í heimi. Eftirlíkingar af steininum notaðar víða í aflraunakeppnum erlendis og hann var meira að segja búinn að komast að á heimsleikunum en þó í gerði sandpokans. Heppnaðist mjög vel í fyrra Greinin með „Húsafellshelluna“ heppnaðist frábærlega í Madison og var hápunktur leikanna fyrir framan þinghúsið. Nú verður fróðlegt að sjá hvort að Hamingjustjarnan eða „The Happy Star“ á ensku komi eins vel út og „Húsafellshellan“. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sjá meira