Hópsöngur og TikTok-dans á Bessastöðum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. ágúst 2024 13:04 Halla hélt teiti á Bessastöðum í gær þar sem ætlunin var að fagna unga fólkinu sérstaklega. instagram Halla Tómasdóttir tók við embætti í gær sem sjöundi forseti lýðveldisins. Öllu var til tjaldað. Að lokinni athöfn í Dómkirkjunni og Alþingissalnum tók við eftirpartí í Smiðju, nýrri viðbyggingu Alþingis, áður en leiðin lá á Bessastaði þar sem sungið var um ferðalok og stiginn TikTok-dans. Hátíðleg athöfnin gekk vel fyrir sig. Dagskráin hófst á helgistund í Dómkirkjunni áður en gengið var yfir í þinghúsið, þar sem Halla undirritaði drengskaparheit og minntist fósturjarðarinnar af svölum þingshússins. Í Smiðju var síðan mikið um dýrðir. Halla bauð persónulega 110 manns, þar á meðal forstjóra Brimborgar, sem forsetahjónin keyptu nýjan bíl af á dögunum, og Björgu Ingadóttur fatahönnuði. Björg sérsaumaði tvo kjóla sem Halla klæddist í gær. Öðrum á innsetningarathöfninni og hinum í eftirpartíinu. Úr Smiðju lá leiðin á Álftanes, þar sem Halla bauð í sitt fyrsta Bessastaðateiti. Þangað bættust enn fleiri í hópinn sem lögðu Höllu lið í kosningabaráttunni. Unga fólkið, sem stóð að kosningabaráttu Höllu á samfélagsmiðlum, lét sig ekki vanta. Kosningabaráttan var fréttnæm fyrir þær sakir að efni á TikTok var í aðalhlutverki og náði vel til unga fólksins. „Það þarf bara að matreiða efni ofan í þessa ungu kynslóð eins og hún vill fá það í dag. Einfalt, stutt og hnitmiðað. Yfir höfuð er kosningabarátta bara ógeðslega leiðinleg“ sagði Eyþór Aron Wöhler knattspyrnumaður í Íslandi í dag þar sem rætt var við fjögur ungmenni sem tóku virkan þátt í kosningabaráttunni. Eyþór greip tækifærið á Bessastöðum í gær og dansaði á tröppunum með félaga. View this post on Instagram A post shared by HúbbaBúbba (@hubbabubbamusik) Samantekt af vinsælustu myndböndum Höllu í kosningabaráttunni á Tik Tok má sjá hér. Í Bessastaðastofu var síðan kraftmikill hópsöngur. Myndbönd af gestum að syngja lagið Ég er kominn heim, sem Óðinn Valdimarsson gerði frægt, sáust víða á Instagram, enda margir símar á lofti. Þau forsetahjón Halla og Björn eru ekki enn sem komið er flutt á Bessastaði, en nú standa yfir viðgerðir í húsi sem kallað er Litlu-Bessastaðir eða heimili forseta. „Við erum ekki flutt inn enn þá, en við vonum að það verði hið fyrsta,“ sagði Halla í samtali við fréttastofu eftir embættistökuna í gær, sem Björn lýsti sem „gæsahúð“ fyrir sig. Lína Birgitta lét sig ekki vanta og smellti mynd af bókahillum.instagram Halla tók fram að í Bessastaðateitinu yrði áhersla lögð á að fagna ungu sjálfboðaliðunum. Enda væri góð kosningaþátttaka unga fólksins það sem hún væri hvað mest þakklát fyrir. Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
Hátíðleg athöfnin gekk vel fyrir sig. Dagskráin hófst á helgistund í Dómkirkjunni áður en gengið var yfir í þinghúsið, þar sem Halla undirritaði drengskaparheit og minntist fósturjarðarinnar af svölum þingshússins. Í Smiðju var síðan mikið um dýrðir. Halla bauð persónulega 110 manns, þar á meðal forstjóra Brimborgar, sem forsetahjónin keyptu nýjan bíl af á dögunum, og Björgu Ingadóttur fatahönnuði. Björg sérsaumaði tvo kjóla sem Halla klæddist í gær. Öðrum á innsetningarathöfninni og hinum í eftirpartíinu. Úr Smiðju lá leiðin á Álftanes, þar sem Halla bauð í sitt fyrsta Bessastaðateiti. Þangað bættust enn fleiri í hópinn sem lögðu Höllu lið í kosningabaráttunni. Unga fólkið, sem stóð að kosningabaráttu Höllu á samfélagsmiðlum, lét sig ekki vanta. Kosningabaráttan var fréttnæm fyrir þær sakir að efni á TikTok var í aðalhlutverki og náði vel til unga fólksins. „Það þarf bara að matreiða efni ofan í þessa ungu kynslóð eins og hún vill fá það í dag. Einfalt, stutt og hnitmiðað. Yfir höfuð er kosningabarátta bara ógeðslega leiðinleg“ sagði Eyþór Aron Wöhler knattspyrnumaður í Íslandi í dag þar sem rætt var við fjögur ungmenni sem tóku virkan þátt í kosningabaráttunni. Eyþór greip tækifærið á Bessastöðum í gær og dansaði á tröppunum með félaga. View this post on Instagram A post shared by HúbbaBúbba (@hubbabubbamusik) Samantekt af vinsælustu myndböndum Höllu í kosningabaráttunni á Tik Tok má sjá hér. Í Bessastaðastofu var síðan kraftmikill hópsöngur. Myndbönd af gestum að syngja lagið Ég er kominn heim, sem Óðinn Valdimarsson gerði frægt, sáust víða á Instagram, enda margir símar á lofti. Þau forsetahjón Halla og Björn eru ekki enn sem komið er flutt á Bessastaði, en nú standa yfir viðgerðir í húsi sem kallað er Litlu-Bessastaðir eða heimili forseta. „Við erum ekki flutt inn enn þá, en við vonum að það verði hið fyrsta,“ sagði Halla í samtali við fréttastofu eftir embættistökuna í gær, sem Björn lýsti sem „gæsahúð“ fyrir sig. Lína Birgitta lét sig ekki vanta og smellti mynd af bókahillum.instagram Halla tók fram að í Bessastaðateitinu yrði áhersla lögð á að fagna ungu sjálfboðaliðunum. Enda væri góð kosningaþátttaka unga fólksins það sem hún væri hvað mest þakklát fyrir.
Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira