Tvö hundruð þúsund smokkar í ólympíuþorpinu: „Ekki deila öðru en sigrinum“ Aron Guðmundsson skrifar 2. ágúst 2024 14:31 Frá ólympíuþorpinu sem er að finna í París. Vísir/Getty „Ekki deila öðru en sigrinum, verðu þig fyrir kynsjúkdómum,“ stendur á umbúðum smokka sem keppendur í ólympíuþorpinu á Ólympíuleikunum í París geta nálgast sér að kostnaðarlausu. Alls hafa yfir tvö hundruð og tuttugu þúsund smokkar verið gerðir aðgengilegir fyrir íþróttafólk á Ólympíuleikunum í ólympíuþorpinu þetta árið. Um 14.500 keppendur halda til í þorpinu á meðan á leikunum stendur. Ef smokkunum yrði dreift jafnt yfir keppnisdaga leikana myndi það þýða að hver keppandi gæti nýtt sér tvo smokka á dag. Smokkarnir sem er að finna á víð og dreif í Ólympíuþorpinu í ParísVísir/Getty Fjöldi þeirra smokka sem standa keppendum til boða í Ólympíuþorpinu hefur þó dregist verulega saman frá því á Ólympíuleikunum í Río de Janeiro árið 2016. Þá voru þeir alls 450 þúsund talsins sem er met í sögu Ólympíuleikanna. Það að gera keppendum á Ólympíuleikunum kleift að nálgast smokka í ólympíuþorpinu á meðan á leikunum stendur þeim að kostnaðarlausu er ákvörðun sem tekin var og hefur verið við lýði síðan á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992. „Það sem gerist í Ólympíuþorpinu, fer ekki út fyrir þorpið,“ hefur fyrrverandi sundkonan og ólympíufarinn Summer Sanders látið hafa eftir sér. Hún skilur vel áhuga fólks á því hvernig lífið sé í Ólympíuþorpinu. „Þetta er rómantísk hugmynd. Að þetta kynþokkafulla íþróttafólk, á sínu besta skeiði, sé að stinga saman nefjum. Ég get skilið af hverju það sprettur upp umræða um þetta.“ Papparúmin áhugaverðu sem er að finna í ólympíuþorpinuVísir/Getty Líkt og frægt er orðið eru rúmin í Ólympíuþorpinu úr pappa og hefur það heyrst úr ranni keppenda að þau myndu þar af leiðandi ekki geta staðið af sér þá "krafta" sem kynlíf felur í sér. Írski fimleikakappinn Rhys McClenaghan ákvað hins vegar að hrekja þær kenningar sumra keppenda og birti myndskeið af sér frá Ólympíuþorpinu þar sem að hann lætur reyna á styrk papparúmsins með því að hoppa og skoppa á því. Rúmið féll ekki saman. View this post on Instagram A post shared by Rhys McClenaghan (@rhysmcc1) „Ég var maraþonhlaupari og þar af leiðandi veit ég hversu mikilvægt það er að ná góðum nætursvefni fyrir keppni,“ segir hinn japanski Motokuni Takaoka sem er hönnuðurinn á bak við papparúmin í Ólympíuþorpinu.“ „Þessi rúm geta vel þolað tvo til þrjá einstaklinga án þess að það þurfi að hafa nokkrar áhyggjur af því að það falli saman. Þau eru mjög sterk og þola allt það sem keppendur vilja gera einir með sjálfum sér eða vinum sínum.“ Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Fleiri fréttir Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Sjá meira
Um 14.500 keppendur halda til í þorpinu á meðan á leikunum stendur. Ef smokkunum yrði dreift jafnt yfir keppnisdaga leikana myndi það þýða að hver keppandi gæti nýtt sér tvo smokka á dag. Smokkarnir sem er að finna á víð og dreif í Ólympíuþorpinu í ParísVísir/Getty Fjöldi þeirra smokka sem standa keppendum til boða í Ólympíuþorpinu hefur þó dregist verulega saman frá því á Ólympíuleikunum í Río de Janeiro árið 2016. Þá voru þeir alls 450 þúsund talsins sem er met í sögu Ólympíuleikanna. Það að gera keppendum á Ólympíuleikunum kleift að nálgast smokka í ólympíuþorpinu á meðan á leikunum stendur þeim að kostnaðarlausu er ákvörðun sem tekin var og hefur verið við lýði síðan á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992. „Það sem gerist í Ólympíuþorpinu, fer ekki út fyrir þorpið,“ hefur fyrrverandi sundkonan og ólympíufarinn Summer Sanders látið hafa eftir sér. Hún skilur vel áhuga fólks á því hvernig lífið sé í Ólympíuþorpinu. „Þetta er rómantísk hugmynd. Að þetta kynþokkafulla íþróttafólk, á sínu besta skeiði, sé að stinga saman nefjum. Ég get skilið af hverju það sprettur upp umræða um þetta.“ Papparúmin áhugaverðu sem er að finna í ólympíuþorpinuVísir/Getty Líkt og frægt er orðið eru rúmin í Ólympíuþorpinu úr pappa og hefur það heyrst úr ranni keppenda að þau myndu þar af leiðandi ekki geta staðið af sér þá "krafta" sem kynlíf felur í sér. Írski fimleikakappinn Rhys McClenaghan ákvað hins vegar að hrekja þær kenningar sumra keppenda og birti myndskeið af sér frá Ólympíuþorpinu þar sem að hann lætur reyna á styrk papparúmsins með því að hoppa og skoppa á því. Rúmið féll ekki saman. View this post on Instagram A post shared by Rhys McClenaghan (@rhysmcc1) „Ég var maraþonhlaupari og þar af leiðandi veit ég hversu mikilvægt það er að ná góðum nætursvefni fyrir keppni,“ segir hinn japanski Motokuni Takaoka sem er hönnuðurinn á bak við papparúmin í Ólympíuþorpinu.“ „Þessi rúm geta vel þolað tvo til þrjá einstaklinga án þess að það þurfi að hafa nokkrar áhyggjur af því að það falli saman. Þau eru mjög sterk og þola allt það sem keppendur vilja gera einir með sjálfum sér eða vinum sínum.“
Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Fleiri fréttir Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Sjá meira