Lífið

For­seta­hjónin mætt til Eyja

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja, Halla Tómasdóttir forseti, og Björn Skúlason eiginmaður forseta. Lilja Alfreðsdóttir Menningar- og viðskiptaráðherra er í bakgrunninum vinstra megin.
Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja, Halla Tómasdóttir forseti, og Björn Skúlason eiginmaður forseta. Lilja Alfreðsdóttir Menningar- og viðskiptaráðherra er í bakgrunninum vinstra megin. Vísir/Viktor Freyr

Halla Tómasdóttir forseti lét sig ekki vanta á fyrsta degi Þjóðhátíðar í Eyjum. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri tók á móti forsetahjónunum ásamt fulltrúum þjóðhátíðarnefndar og leiddi þau um svæðið í Herjólfsdal.

Þjóðhátíð í Eyjum fagnar 150 ára afmæli í ár, og búist er við mikilli stemningu um helgina. Hefð er fyrir því að Íslendingar um allt land flykkist til Vestmannaeyja um verslunarmannahelgina, þar sem ungir og aldnir koma saman og gera sér glaðan dag í Herjólfsdal.

Halla Tómasdóttir var viðstödd setningarathöfn hátíðarhaldanna og heimsótti hvítu tjöldin, þar sem hún ræddi við heimamenn og aðra gesti Þjóðhátíðar.

Frá setningarathöfninni í dag.Vísir/Viktor Freyr
Selfívísir/Viktor Freyr





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.