Djokovic náði loksins Ólympíugullinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2024 15:09 Novak Djokovic fagnar hér langþráðum gullverðlaunum á Ólympíuleikum. Nú hefur hann unnið 24 risatitla og Ólympíugull á sínum stórkostlega ferli. Getty/Christina Pahnke Serbinn Novak Djokovic er Ólympíumeistari í tennis karla eftir sigur á Spánverjanum unga Carlos Alcaraz í úrslitaleiknum á Ólympíuleikunum í París í dag. Djokovic vann leikinn í tveimur settum, 7-6 (7-3) og 7-6 (7-2) en þau voru hnífjöfn og unnust bæði eftir upphækkun. Leikurinn endaði kannski 2-0 en hann var frábær skemmtun frá upphafi til enda þar sem þessir frábæru tennisspilarar sýndi stórbrotin tilþrif. Vantaði bara Ólympíugullið Djokovic hafði unnið allt á sínum frábæra tennisferli nema Ólympíugullið en þetta eru hans fjórðu Ólympíuleikar. Tuttugu ára bið eftir gullinu og nú kom það loksins. Alcaraz hafði unnið báða úrslitaleikina á móti Djokovic þar á meðal á Opna franska meistaramótinu fyrir stuttu. Nú mætti hann hins vegar Djokovic sem var að spila einn sinn besta tennisleik í mörg ár. Þetta var eflaust síðasta tækifæri Djokovic til að vinna Ólympíugullið en hann varð í dag sá elsti til að vinna Ólympíugullverðlaun í tennis. „Gaf sál mína, líkama og allt“ Djokovic er án nokkurs vafa besti tennisleikari sögunnar og hann gulltryggði sér eiginlega þann titil með því að klára gullið í dag. „Ég er í sjokki. Ég gaf sál mína, líkama, fjölskyldu og allt til að vinna Ólympíugullið. Að vera orðinn 37 ára gamall og ná þessu loksins,“ sagði Djokovic eftir sigurinn í dag. Tennis Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira
Djokovic vann leikinn í tveimur settum, 7-6 (7-3) og 7-6 (7-2) en þau voru hnífjöfn og unnust bæði eftir upphækkun. Leikurinn endaði kannski 2-0 en hann var frábær skemmtun frá upphafi til enda þar sem þessir frábæru tennisspilarar sýndi stórbrotin tilþrif. Vantaði bara Ólympíugullið Djokovic hafði unnið allt á sínum frábæra tennisferli nema Ólympíugullið en þetta eru hans fjórðu Ólympíuleikar. Tuttugu ára bið eftir gullinu og nú kom það loksins. Alcaraz hafði unnið báða úrslitaleikina á móti Djokovic þar á meðal á Opna franska meistaramótinu fyrir stuttu. Nú mætti hann hins vegar Djokovic sem var að spila einn sinn besta tennisleik í mörg ár. Þetta var eflaust síðasta tækifæri Djokovic til að vinna Ólympíugullið en hann varð í dag sá elsti til að vinna Ólympíugullverðlaun í tennis. „Gaf sál mína, líkama og allt“ Djokovic er án nokkurs vafa besti tennisleikari sögunnar og hann gulltryggði sér eiginlega þann titil með því að klára gullið í dag. „Ég er í sjokki. Ég gaf sál mína, líkama, fjölskyldu og allt til að vinna Ólympíugullið. Að vera orðinn 37 ára gamall og ná þessu loksins,“ sagði Djokovic eftir sigurinn í dag.
Tennis Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira