Sport

Sló heims­met og til­einkaði föður sínum sigurinn

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Það var tilfinningaþrungin stund í gærkvöldi fyrir Sophie Capewell sem sést hér hægra megin á myndinni.
Það var tilfinningaþrungin stund í gærkvöldi fyrir Sophie Capewell sem sést hér hægra megin á myndinni.

Sophie Capewell var hluti af liði Bretlands sem setti heimsmet í innanhúshjólreiðum í gær. Gullverðlaunin tileinkaði hún föður sínum, hjólreiðamanninum Nigel Capewell sem lést árið 2021.

Þetta eru fyrstu Ólympíuleikar Sophie, sem myndar þriggja manna lið með þeim Katy Marchant og Emma Finucane. Saman unnu þær gull í gær og settu heimsmet, en þetta er í fyrsta sinn sem Bretland vinnur til verðlauna í innanhúshjólreiðum.

Nigel kenndi dóttur sinni að hjóla.X / @sophieecapewell

Faðir hennar, Nigel Capewell, keppti í greininni á Ólympíuleikum fatlaðra árin 1996 og 2000. Hann lést árið 2021 og fékk aldrei að sjá dóttur sína keppa á Ólympíuleikunum því Sophie var ekki valin í liðið fyrir leikana í Tókýó 2021.

Sophie brast í grát og tileinkaði föður sínum sigurinn. 

„Ég hef gengið í gegnum erfiða tíma. Það er ekkert sem ég vildi frekar en að hann væri með mér hér í dag,“ sagði Sophie.

„Hann er það!“ svaraði Emma Finucane, liðsfélagi hennar.

Myndband af heimsmetshjólinu og viðtal við þríeykið má sjá í spilaranum hér að ofan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×