Sport

Kærður fyrir kyn­ferðis­brot og rekinn af Ólympíu­leikunum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Rana Reider er einkaþjálfari tveggja kanadískra spretthlaupara.
Rana Reider er einkaþjálfari tveggja kanadískra spretthlaupara. The Times

Hlaupaþjálfarinn Rana Reider hefur misst réttindi til að þjálfa á Ólympíuleikunum eftir að þrjár konur kærðu hann fyrir kynferðisbrot.

The Times greindi frá kærunni. Kanadíska Ólympíusambandið brást við og felldi úr gildi aðgang sem Reider hafði að Ólympíuleikunum. Hann er einkaþjálfari spretthlauparanna Andre De Grasse og Lamont Marcell Jacobs og hafði aðgang að æfingasvæði og keppnisvelli þeirra.

Kæran yfir höfði Reider segir hann hafa ítrekað brotið kynferðislega á tveimur konum og tælt aðra þegar hún var undir lögaldri.

Lögfræðingur Reider, Ryan Stevens, segir það ólögmætt af kanadíska Ólympíusambandinu að neita honum um starf þegar úrskurður í málinu liggi ekki fyrir, hann sé saklaus uns sekt er sönnuð og muni leita réttar síns vegna brottrekstursins.

„Það er vondur dagur ef Ólympíusamband hefur meiri áhyggjur af slæmu umtali en árangri íþróttafólks síns,“ bætti hann við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×