„Það er engin leið að ýta á einhvern takka og breyta genginu þannig“ Árni Gísli Magnússon skrifar 6. ágúst 2024 23:37 Túfa er nýtekinn við Val. Vísir/Ívar Srdjan Tufegzdic, Túfa, stýrði sínum fyrsta leik með Val í dag eftir að Arnari Grétarssyni var sagt upp störfum á dögunum. Túfa fékk enga draumbyrjun í starfi og mátti sætta sig við 1-0 tap gegn sínum gömlu lærisveinum í KA á Greifavellinum. „Svekktur með niðurstöðuna, að tapa fyrsta leik sem við þurftum ekkert að tapa. Mér fannst við byrja leikinn mjög vel svona fyrstu 25 mínúturnar, höfðum góða stjórn á leiknum, gott flæði á boltanum og fengum mjög góð færi til að koma sanngjarnt yfir og þetta var akkúrat það sem lifið þurfti á þessum tíma. Mér finnst við líka á þessum tímapunkti mjög þéttir varnarlega, ekkert að gefa KA mönnum eitt né neitt en svona síðasta kortér í fyrri hálfleik spilast erfiðlega fyrir okkur. Við tókum alltof langan tíma á boltanum, spilum í svæði sem kannski þrír eða fjórir KA menn eru í kringum einn Valsmann og þá opnast leikurinn aðeins og fer svolítið í ping pong. Mjög svekkjandi að fara inn í hálfleik einu marki undir því mér finnst leikurinn ekki spilast þannig að við eigum að fara undir inn í hálfleikinn.“ „Seinni hálfleikur, svona eftir fyrstu nokkrar mínúturnar, erum við að koma okkur betur og betur inn í leikinn en svo kemur rauða spjaldið og það breytir svolítið, gerir verkefnið erfiðara en það var samt góður karakter í liðinu. Við svíðum aðeins og breytum kerfinu og reynum að finna lausnir til að hjálpa mönnum á vellinum og Ögmundur (Kristinsson) kemur sterkur inn líka og mér fannst við nálægt því að jafna leikinn án þess að skapa okkur dauðafæri en samt svona vera nálægt því að komast í góða stöðu og gott færi. Á endaum svekkjandi niðurstaða.“ Tveir frábærir markmenn Frederik Schram, markmaður Vals, fékk reisupassann á 59. mínútu þegar hann tók Viðar Örn niður rétt fyrir utan teig í þann mund sem Viðar var að sleppa fram hjá honum með markið opið. Túfa telur dóminn vera réttann. „Já ég held það, svona langt í burtu frá okkur virðist hann vera seinn og ég held að það sé ekkert hægt að segja við rauða spjaldinu.“ Valur býr vel að eiga góða markmenn en Ögmundur Kristinsson kom inn og kláraði leikinn. Frederik Schram er í banni í næsta leik og yfirgefur Val að tímabili loknu og gæti þetta því verið kjörið tækifæri fyrir Ögmund að gera tilkall að byrjunarliðssæti. „Hann kemur mjög sterkur inn í dag, ég var að kynnast honum bara fyrir tveimur dögum, bara hörku karakter og hörku markmaður. Er að komast í betra og betra stand og er að æfa mjög vel og hann verður mjög mikilvægur fyrir okkur, ekki spurning.“ Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið að glíma við meiðsli en spilaði allan leikinn í dag. Hann virtist þó ekki ganga heill til skógar. „Gylfa er búið að líða mjög vel í gær og fyrradag, æfði mjög vel, annars væru við ekki að láta hann byrja ef hann væri ekki heill þannig við vorum að reyna finna svona betri stað til að finna hann. Mér finnst eins og öll lið séu að reyna að vera mjög þétt í kringum hann og loka á hann. Það þarf ekkert að tala um Gylfa, hann er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur og verður bara betri og betri.“ Íslandsmeistaratitllinn fjarlægist Horfa Valsmenn enn á Íslandsmeistaratitilinn sem raunhæfan möguleika eftir tapið í dag? „Við verðum bara að horfa á næsta leik, númer eitt, tvö og þrjú. Eftir tapið í dag höfum við aftur stuttan tíma í næsta leik og þurfum bara að leggja mikla vinnu á okkur, það er eina leiðin. Það er engin leið að ýta á einhvern takka og breyta genginu þannig, við verðum bara allir saman að leggja mikla vinnu, mikla ástríðu og nota hvern einasta dag þegar það er svona sutt á milli til þess að lyfta okkur á hærrra plan og hafa þessar 25-30 mínútur úr þessum leik í fleiri köflum í næstu leikjum.“ Hverju viltu helst breyta sem nýr þjálfari Vals? „Fyrst og fremst er búið að vera erfitt undanfarið að loka markinu og fá fullt af færum og fullt af mörkum á okkur. Mér finnst í dag, sérstaklega þegar við vorum ellefu á ellefu, við vera miklu þéttari númer eitt, tvö og þrjú og úr því með gott flæði á boltanum og góðar boltalausar hreyfingar, vorum að skapa, vorum hættulegir, þannig þetta er einhver leið sem við verðum að halda áfram með. Eins og ég segi verðum við að leggja mikla vinnu á okkur og það er eina leiðin.“ Besta deild karla Valur Tengdar fréttir Uppgjörið: KA - Valur 1-0 | Viðar Örn skemmdi partýið hjá nýja þjálfarnum KA sigraði Val 1-0 í 17. umferð Bestu deildar karla á Greifavellinum fyrr í kvöld í fyrsta leik Srdjan Tufegzdic sem þjálfara Vals. 6. ágúst 2024 18:31 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
„Svekktur með niðurstöðuna, að tapa fyrsta leik sem við þurftum ekkert að tapa. Mér fannst við byrja leikinn mjög vel svona fyrstu 25 mínúturnar, höfðum góða stjórn á leiknum, gott flæði á boltanum og fengum mjög góð færi til að koma sanngjarnt yfir og þetta var akkúrat það sem lifið þurfti á þessum tíma. Mér finnst við líka á þessum tímapunkti mjög þéttir varnarlega, ekkert að gefa KA mönnum eitt né neitt en svona síðasta kortér í fyrri hálfleik spilast erfiðlega fyrir okkur. Við tókum alltof langan tíma á boltanum, spilum í svæði sem kannski þrír eða fjórir KA menn eru í kringum einn Valsmann og þá opnast leikurinn aðeins og fer svolítið í ping pong. Mjög svekkjandi að fara inn í hálfleik einu marki undir því mér finnst leikurinn ekki spilast þannig að við eigum að fara undir inn í hálfleikinn.“ „Seinni hálfleikur, svona eftir fyrstu nokkrar mínúturnar, erum við að koma okkur betur og betur inn í leikinn en svo kemur rauða spjaldið og það breytir svolítið, gerir verkefnið erfiðara en það var samt góður karakter í liðinu. Við svíðum aðeins og breytum kerfinu og reynum að finna lausnir til að hjálpa mönnum á vellinum og Ögmundur (Kristinsson) kemur sterkur inn líka og mér fannst við nálægt því að jafna leikinn án þess að skapa okkur dauðafæri en samt svona vera nálægt því að komast í góða stöðu og gott færi. Á endaum svekkjandi niðurstaða.“ Tveir frábærir markmenn Frederik Schram, markmaður Vals, fékk reisupassann á 59. mínútu þegar hann tók Viðar Örn niður rétt fyrir utan teig í þann mund sem Viðar var að sleppa fram hjá honum með markið opið. Túfa telur dóminn vera réttann. „Já ég held það, svona langt í burtu frá okkur virðist hann vera seinn og ég held að það sé ekkert hægt að segja við rauða spjaldinu.“ Valur býr vel að eiga góða markmenn en Ögmundur Kristinsson kom inn og kláraði leikinn. Frederik Schram er í banni í næsta leik og yfirgefur Val að tímabili loknu og gæti þetta því verið kjörið tækifæri fyrir Ögmund að gera tilkall að byrjunarliðssæti. „Hann kemur mjög sterkur inn í dag, ég var að kynnast honum bara fyrir tveimur dögum, bara hörku karakter og hörku markmaður. Er að komast í betra og betra stand og er að æfa mjög vel og hann verður mjög mikilvægur fyrir okkur, ekki spurning.“ Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið að glíma við meiðsli en spilaði allan leikinn í dag. Hann virtist þó ekki ganga heill til skógar. „Gylfa er búið að líða mjög vel í gær og fyrradag, æfði mjög vel, annars væru við ekki að láta hann byrja ef hann væri ekki heill þannig við vorum að reyna finna svona betri stað til að finna hann. Mér finnst eins og öll lið séu að reyna að vera mjög þétt í kringum hann og loka á hann. Það þarf ekkert að tala um Gylfa, hann er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur og verður bara betri og betri.“ Íslandsmeistaratitllinn fjarlægist Horfa Valsmenn enn á Íslandsmeistaratitilinn sem raunhæfan möguleika eftir tapið í dag? „Við verðum bara að horfa á næsta leik, númer eitt, tvö og þrjú. Eftir tapið í dag höfum við aftur stuttan tíma í næsta leik og þurfum bara að leggja mikla vinnu á okkur, það er eina leiðin. Það er engin leið að ýta á einhvern takka og breyta genginu þannig, við verðum bara allir saman að leggja mikla vinnu, mikla ástríðu og nota hvern einasta dag þegar það er svona sutt á milli til þess að lyfta okkur á hærrra plan og hafa þessar 25-30 mínútur úr þessum leik í fleiri köflum í næstu leikjum.“ Hverju viltu helst breyta sem nýr þjálfari Vals? „Fyrst og fremst er búið að vera erfitt undanfarið að loka markinu og fá fullt af færum og fullt af mörkum á okkur. Mér finnst í dag, sérstaklega þegar við vorum ellefu á ellefu, við vera miklu þéttari númer eitt, tvö og þrjú og úr því með gott flæði á boltanum og góðar boltalausar hreyfingar, vorum að skapa, vorum hættulegir, þannig þetta er einhver leið sem við verðum að halda áfram með. Eins og ég segi verðum við að leggja mikla vinnu á okkur og það er eina leiðin.“
Besta deild karla Valur Tengdar fréttir Uppgjörið: KA - Valur 1-0 | Viðar Örn skemmdi partýið hjá nýja þjálfarnum KA sigraði Val 1-0 í 17. umferð Bestu deildar karla á Greifavellinum fyrr í kvöld í fyrsta leik Srdjan Tufegzdic sem þjálfara Vals. 6. ágúst 2024 18:31 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Uppgjörið: KA - Valur 1-0 | Viðar Örn skemmdi partýið hjá nýja þjálfarnum KA sigraði Val 1-0 í 17. umferð Bestu deildar karla á Greifavellinum fyrr í kvöld í fyrsta leik Srdjan Tufegzdic sem þjálfara Vals. 6. ágúst 2024 18:31
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti