Þjóðverjar í undanúrslit eftir ótrúlega dramatík Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. ágúst 2024 13:44 Alfreð Gíslason er búinn að koma Þýskalandi í undanúrslit á Ólympíuleikunum. getty/Marcus Brandt Þjóðverjar undir stjórn Alfreðs Gíslasonar eru komnir í undanúrslit í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í París eftir sigur á Frökkum, 35-34. Renars Uscins fór hamförum í þýska liðinu og skoraði fjórtán mörk, þar á meðal sigurmarkið. Frakkland leiddi nær allan tímann og komst mest sex mörkum yfir. Þýskaland sýndi samt mikinn styrk og náði forystunni þegar skammt var til leiksloka. Frakkar náðu aftur yfirhöndinni og voru tveimur mörkum yfir þegar um fimmtán sekúndur voru eftir. En Þjóðverjum tókst á ótrúlegan hátt að jafna og knýja fram framlengingu þar sem þeir höfðu svo betur. Í undanúrslitunum mætir Þýskaland liði Spánverja. Aðalmaðurinn í fyrri hálfleik var Vincent Gerard sem varði tólf skot og dró tennurnar úr þýsku sóknarmönnunum. Á meðan varði Andreas Wolff ekkert í þýska markinu. David Späth gekk öllu betur eftir að hann kom inn á og varði virkilega vel. Þökk sé frábærri frammistöðu Gerards, öflugum varnarleik og vel útfærðum hraðaupphlaupum var Frakkland með undirtökin og leiddi með þremur mörkum í hálfleik, 14-17. Útlitið varð svo verulega svart fyrir Þjóðverja eftir að Frakkar skoruðu fyrstu þrjú mörkin í seinni hálfleik og náðu sex marka forskoti, 14-20. Strákarnir hans Alfreðs tóku við sér eftir þessa slæmu byrjun á seinni hálfleik, minnkuðu muninn og jöfnuðu svo í 25-25 þegar þrettán mínútur voru eftir. Sebastian Heymann kom Þjóðverjum svo yfir, 26-25. Það var í fyrsta sinn síðan í stöðunni 4-3 sem Þýskaland var með forystuna. En þá seig á ógæfuhliðina hjá Þjóðverjum, Frakkar skoruðu næstu þrjú mörk og komust í 26-28. Uscins minnkaði muninn í 27-28 en Dika Mem svaraði fyrir Frakkland. Uscins minnkaði muninn aftur í 28-29 og Frakkar tóku leikhlé þegar sex sekúndur voru eftir. Eftir það tapaði Mem boltanum afar klaufalega og Uscins jafnaði í 29-29. Ótrúleg atburðarrás. ÓTRÚLEGAR lokasekúndur í venjulegum leiktíma í leik Þýskalands og Frakklands í 8-liða úrslitum! 0,1% líkur segir Höddi Magg, ég skal sýna þér 0,1% líkur segir Renars Uscins😱🤯 pic.twitter.com/QZecCfJx7K— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 7, 2024 Framlengingin var æsispennandi og úrslitin réðust á lokasekúndum hennar. Nedim Remili jafnaði í 34-34 en Þjóðverjar fóru í sókn og Uscins kom þeim yfir, 35-34, með sínu fjórtánda marki. Späth tryggði þýska liðinu svo sigur með því að verja lokaskot Valentins Porte. Ekki var dramatíkin minni á lokasekúndum framlengingarinnar en Alfreð Gíslason og Þjóðverjar slá ríkjandi Ólympíumeistara Frakka út á heimavelli og eru komnir í undanúrslit👏👏 pic.twitter.com/SOKZFstagA— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 7, 2024 Þetta reyndist vera síðasti leikurinn á ferli Nikolas Karabatic en þessi frábæri leikmaður var búinn að ákveða að leggja skóna á hilluna eftir Ólympíuleikana. Uscins skoraði sem fyrr sagði fjórtán mörk fyrir Þjóðverja. Heymann og Johannes Golla voru með sex mörk hvor og Juri Knorr fimm auk þess að gefa sjö stoðsendingar. Mem skoraði tíu mörk fyrir Frakka og Hugo Descat átta. Späth varði fjórtán skot í þýska markinu (39 prósent) en Gerard 24 í franska markinu (42 prósent). Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Frakkland leiddi nær allan tímann og komst mest sex mörkum yfir. Þýskaland sýndi samt mikinn styrk og náði forystunni þegar skammt var til leiksloka. Frakkar náðu aftur yfirhöndinni og voru tveimur mörkum yfir þegar um fimmtán sekúndur voru eftir. En Þjóðverjum tókst á ótrúlegan hátt að jafna og knýja fram framlengingu þar sem þeir höfðu svo betur. Í undanúrslitunum mætir Þýskaland liði Spánverja. Aðalmaðurinn í fyrri hálfleik var Vincent Gerard sem varði tólf skot og dró tennurnar úr þýsku sóknarmönnunum. Á meðan varði Andreas Wolff ekkert í þýska markinu. David Späth gekk öllu betur eftir að hann kom inn á og varði virkilega vel. Þökk sé frábærri frammistöðu Gerards, öflugum varnarleik og vel útfærðum hraðaupphlaupum var Frakkland með undirtökin og leiddi með þremur mörkum í hálfleik, 14-17. Útlitið varð svo verulega svart fyrir Þjóðverja eftir að Frakkar skoruðu fyrstu þrjú mörkin í seinni hálfleik og náðu sex marka forskoti, 14-20. Strákarnir hans Alfreðs tóku við sér eftir þessa slæmu byrjun á seinni hálfleik, minnkuðu muninn og jöfnuðu svo í 25-25 þegar þrettán mínútur voru eftir. Sebastian Heymann kom Þjóðverjum svo yfir, 26-25. Það var í fyrsta sinn síðan í stöðunni 4-3 sem Þýskaland var með forystuna. En þá seig á ógæfuhliðina hjá Þjóðverjum, Frakkar skoruðu næstu þrjú mörk og komust í 26-28. Uscins minnkaði muninn í 27-28 en Dika Mem svaraði fyrir Frakkland. Uscins minnkaði muninn aftur í 28-29 og Frakkar tóku leikhlé þegar sex sekúndur voru eftir. Eftir það tapaði Mem boltanum afar klaufalega og Uscins jafnaði í 29-29. Ótrúleg atburðarrás. ÓTRÚLEGAR lokasekúndur í venjulegum leiktíma í leik Þýskalands og Frakklands í 8-liða úrslitum! 0,1% líkur segir Höddi Magg, ég skal sýna þér 0,1% líkur segir Renars Uscins😱🤯 pic.twitter.com/QZecCfJx7K— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 7, 2024 Framlengingin var æsispennandi og úrslitin réðust á lokasekúndum hennar. Nedim Remili jafnaði í 34-34 en Þjóðverjar fóru í sókn og Uscins kom þeim yfir, 35-34, með sínu fjórtánda marki. Späth tryggði þýska liðinu svo sigur með því að verja lokaskot Valentins Porte. Ekki var dramatíkin minni á lokasekúndum framlengingarinnar en Alfreð Gíslason og Þjóðverjar slá ríkjandi Ólympíumeistara Frakka út á heimavelli og eru komnir í undanúrslit👏👏 pic.twitter.com/SOKZFstagA— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 7, 2024 Þetta reyndist vera síðasti leikurinn á ferli Nikolas Karabatic en þessi frábæri leikmaður var búinn að ákveða að leggja skóna á hilluna eftir Ólympíuleikana. Uscins skoraði sem fyrr sagði fjórtán mörk fyrir Þjóðverja. Heymann og Johannes Golla voru með sex mörk hvor og Juri Knorr fimm auk þess að gefa sjö stoðsendingar. Mem skoraði tíu mörk fyrir Frakka og Hugo Descat átta. Späth varði fjórtán skot í þýska markinu (39 prósent) en Gerard 24 í franska markinu (42 prósent).
Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira