Aðkomumaður ráfaði inn í hús á Þjóðhátíð og lýsti eftir húsráðanda Eiður Þór Árnason skrifar 7. ágúst 2024 17:14 Bjarni Ólafur Guðmundsson, eða Daddi eins og hann er oft kallaður, hefur lengi verið viðloðinn Þjóðhátíð. Hann hjálpaði föður að finna húsráðanda í Heimaey. Aðsend „Sonur minn var á Þjóðhátíð í Eyjum og hann langar til að finna út í hvaða hús hann fór óvart í og sofnaði í sófa (minnir hann) því hann er miður sín og langar til að afsaka sig innilega.“ Svona hljóma skilaboð ónefnds föður sem greip til þess ráðs að auglýsa eftir húsráðanda þegar sonurinn kom í land eftir líflega verslunarmannahelgi. „Þetta var á laugardagskvöldinu eftir miðnætti og honum var auðvitað hent út þegar húsráðandi kom að honum sofandi. Hann man ekki hvaða hús þetta var,“ skrifar faðirinn og bætir við að mögulega hafi Scarpa gönguskór í stærð 47 orðið þar eftir ásamt jakka og gráum Boss bakpoka. Bjarni Ólafur Guðmundsson, Eyjamaður og kynnir á Þjóðhátíð, deildi sögunni á Facebook. „Þetta er sonur manns sem hafði samband við mig og var að velta fyrir sér hvort ég gæti hjálpað honum að finna aðilann sem hann í rauninni labbaði inn á,“ segir Bjarni. „Viðkomandi var bara mjög illa áttaður greinilega eftir kvöldið, og var mjög miður sín.“ Fljótlega leystist ráðgátan, samstarfsmaður Bjarna steig fram og hann fékk símtal með afsökunarbeiðni. Á sama tíma fundust fötin sem ungi maðurinn hafði skilið eftir í húsinu. Litlu mátti muna að þau hefðu endað á nytjamarkaði í Heimaey. „En af því að viðkomandi hafði ekki haft tíma til að fara með það þá var þetta enn þá hjá þeim. Það var meira að segja búið að þvo fötin. Þetta er rosa þjónusta,“ bætir Bjarni við og hlær. Taktísk mistök Bjarni segir málið hafa verið leyst án eftirmála og menn læri af reynslunni. „Við getum kannski flokkað þetta undir taktísk mistök því maðurinn kemur inn í hús hjá öðrum aðila, fer úr skónum og fer úr utanyfirfötunum þannig að hann var greinilega bara að koma heim til sín.“ Það var gul viðvörun vegna veðurs í Eyjum á laugardag.Viktor Freyr „Við erum bara svo heppin Eyjamenn hvað við erum að fá mikið af góðu fólki til Vestmannaeyja á öllum aldri. Það skiptir ekki máli, fólki verður á mistök og svo leysum við bara úr því. Allavega virðist hátíðin koma vel undan þessu öllu saman þrátt fyrir ótrúlega erfiðar aðstæður á köflum,“ segir Bjarni en veðrið lék illa við Eyjamenn og gesti síðustu helgi. Sumir misskilið færsluna Bjarni hefur lengi verið viðloðinn Þjóðhátíð og segir hátíðina skipta íbúa miklu máli. „Menn lenda í því að fara á vitlausa staði og lenda bara í alls konar.“ „Þegar ég birti þetta fyrst á Facebook þá virkaði þetta eins og ég væri að tala um son minn. Það fór aðeins að kvisast um og fólk var að spyrja fólk í kringum mig hvort að sonur minn væri farinn að drekka,“ segir Bjarni léttur. Gott hafi verið að greiða úr þeim misskilningi og finna farsæla lendingu. Húsráðandi vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Myndaveisla: Playboy lopapeysa og drulluskítugir regnjakkar Þjóðhátíðargestir 2024 létu slæmt veður ekki á sig fá á Verslunarmannahelginni í ár á 150 ára afmæli Þjóðhátíðar í Eyjum þegar fimmtán þúsund manns sóttu Vestmannaeyjar heim. Viktor Freyr Arnarson ljósmyndari fangaði stemninguna í Eyjum. 7. ágúst 2024 13:30 Margir urðu brekkunni að bráð Þrátt fyrir ansi slæmt veður skemmtu langflestir sér vel á Þjóðhátíð í ár að sögn formanns Þjóðhátíðarnefndar. Fimmtán þúsund manns voru í Vestmannaeyjum um helgina og lenti brekkan í Herjólfsdal illa í því sunnudagskvöldið. 6. ágúst 2024 11:52 Eyðilögðum tjöldum pakkað saman á gervigrasinu Um 500 manns gistu Herjólfshöll í Vestmannaeyjum en ákveðið var að skjóta yfir Þjóðhátíðargesti þaki í höllinni vegna þess hve mörg tjöld urðu fyrir tjóni vegna veðursins. Jónas Guðbjörn Jónasson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir vel hafa gengið og að gestir hafi gengið vel um. 5. ágúst 2024 16:47 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira
Svona hljóma skilaboð ónefnds föður sem greip til þess ráðs að auglýsa eftir húsráðanda þegar sonurinn kom í land eftir líflega verslunarmannahelgi. „Þetta var á laugardagskvöldinu eftir miðnætti og honum var auðvitað hent út þegar húsráðandi kom að honum sofandi. Hann man ekki hvaða hús þetta var,“ skrifar faðirinn og bætir við að mögulega hafi Scarpa gönguskór í stærð 47 orðið þar eftir ásamt jakka og gráum Boss bakpoka. Bjarni Ólafur Guðmundsson, Eyjamaður og kynnir á Þjóðhátíð, deildi sögunni á Facebook. „Þetta er sonur manns sem hafði samband við mig og var að velta fyrir sér hvort ég gæti hjálpað honum að finna aðilann sem hann í rauninni labbaði inn á,“ segir Bjarni. „Viðkomandi var bara mjög illa áttaður greinilega eftir kvöldið, og var mjög miður sín.“ Fljótlega leystist ráðgátan, samstarfsmaður Bjarna steig fram og hann fékk símtal með afsökunarbeiðni. Á sama tíma fundust fötin sem ungi maðurinn hafði skilið eftir í húsinu. Litlu mátti muna að þau hefðu endað á nytjamarkaði í Heimaey. „En af því að viðkomandi hafði ekki haft tíma til að fara með það þá var þetta enn þá hjá þeim. Það var meira að segja búið að þvo fötin. Þetta er rosa þjónusta,“ bætir Bjarni við og hlær. Taktísk mistök Bjarni segir málið hafa verið leyst án eftirmála og menn læri af reynslunni. „Við getum kannski flokkað þetta undir taktísk mistök því maðurinn kemur inn í hús hjá öðrum aðila, fer úr skónum og fer úr utanyfirfötunum þannig að hann var greinilega bara að koma heim til sín.“ Það var gul viðvörun vegna veðurs í Eyjum á laugardag.Viktor Freyr „Við erum bara svo heppin Eyjamenn hvað við erum að fá mikið af góðu fólki til Vestmannaeyja á öllum aldri. Það skiptir ekki máli, fólki verður á mistök og svo leysum við bara úr því. Allavega virðist hátíðin koma vel undan þessu öllu saman þrátt fyrir ótrúlega erfiðar aðstæður á köflum,“ segir Bjarni en veðrið lék illa við Eyjamenn og gesti síðustu helgi. Sumir misskilið færsluna Bjarni hefur lengi verið viðloðinn Þjóðhátíð og segir hátíðina skipta íbúa miklu máli. „Menn lenda í því að fara á vitlausa staði og lenda bara í alls konar.“ „Þegar ég birti þetta fyrst á Facebook þá virkaði þetta eins og ég væri að tala um son minn. Það fór aðeins að kvisast um og fólk var að spyrja fólk í kringum mig hvort að sonur minn væri farinn að drekka,“ segir Bjarni léttur. Gott hafi verið að greiða úr þeim misskilningi og finna farsæla lendingu. Húsráðandi vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Myndaveisla: Playboy lopapeysa og drulluskítugir regnjakkar Þjóðhátíðargestir 2024 létu slæmt veður ekki á sig fá á Verslunarmannahelginni í ár á 150 ára afmæli Þjóðhátíðar í Eyjum þegar fimmtán þúsund manns sóttu Vestmannaeyjar heim. Viktor Freyr Arnarson ljósmyndari fangaði stemninguna í Eyjum. 7. ágúst 2024 13:30 Margir urðu brekkunni að bráð Þrátt fyrir ansi slæmt veður skemmtu langflestir sér vel á Þjóðhátíð í ár að sögn formanns Þjóðhátíðarnefndar. Fimmtán þúsund manns voru í Vestmannaeyjum um helgina og lenti brekkan í Herjólfsdal illa í því sunnudagskvöldið. 6. ágúst 2024 11:52 Eyðilögðum tjöldum pakkað saman á gervigrasinu Um 500 manns gistu Herjólfshöll í Vestmannaeyjum en ákveðið var að skjóta yfir Þjóðhátíðargesti þaki í höllinni vegna þess hve mörg tjöld urðu fyrir tjóni vegna veðursins. Jónas Guðbjörn Jónasson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir vel hafa gengið og að gestir hafi gengið vel um. 5. ágúst 2024 16:47 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira
Myndaveisla: Playboy lopapeysa og drulluskítugir regnjakkar Þjóðhátíðargestir 2024 létu slæmt veður ekki á sig fá á Verslunarmannahelginni í ár á 150 ára afmæli Þjóðhátíðar í Eyjum þegar fimmtán þúsund manns sóttu Vestmannaeyjar heim. Viktor Freyr Arnarson ljósmyndari fangaði stemninguna í Eyjum. 7. ágúst 2024 13:30
Margir urðu brekkunni að bráð Þrátt fyrir ansi slæmt veður skemmtu langflestir sér vel á Þjóðhátíð í ár að sögn formanns Þjóðhátíðarnefndar. Fimmtán þúsund manns voru í Vestmannaeyjum um helgina og lenti brekkan í Herjólfsdal illa í því sunnudagskvöldið. 6. ágúst 2024 11:52
Eyðilögðum tjöldum pakkað saman á gervigrasinu Um 500 manns gistu Herjólfshöll í Vestmannaeyjum en ákveðið var að skjóta yfir Þjóðhátíðargesti þaki í höllinni vegna þess hve mörg tjöld urðu fyrir tjóni vegna veðursins. Jónas Guðbjörn Jónasson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir vel hafa gengið og að gestir hafi gengið vel um. 5. ágúst 2024 16:47