Sport

Sló Ólympíu­met föður síns en horfði mjög ó­vænt á eftir gullinu

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Mykolas Alekna frá Litháen var súr á svip þegar hann tók við silfrinu.
Mykolas Alekna frá Litháen var súr á svip þegar hann tók við silfrinu. Christian Petersen/Getty Images

Heimsmethafinn í kringlukasti, Mykolas Alekna, sló Ólympíumet sem faðir hans setti fyrir tuttugu árum. Hann horfði svo á metið falla skömmu síðar og endaði mjög óvænt í öðru sæti á eftir Jamaíkumanninum Roje Stona. 

Mykolas er frá Litháen og þótti lang sigurstranglegastur í greininni enda nýbúinn að setja heimsmet þegar hann kastaði kringlunni 74,35 metra.

Í kvöld kastaði hann svo 69,97 metra og sló Ólympíumetið sem faðir hans, Virgilijus Alekna, setti í Aþenu 2004.

Metið stóð ekki lengi því Roje Stone steig á stokk skömmu síðar, kastaði kringlunni 70 metra og vann keppnina.

Þetta voru fyrstu verðlaun sem Jamaíkumaður hefur unnið í kringlukasti en þeir hafa hingað til verið sigursælli í öðrum frjálsíþróttagreinum, þá aðallega hlaupi. Sömuleiðis var þetta í fyrsta sinn sem einhver utan Evrópu vinnur gullverðlaun í greininni. 

Roje hefur tekið gríðarlegum framförum á skömmum tíma, enda þjálfaður af goðsögninni Ryan Crouser, og bætti árangurinn frá síðasta móti sem hann keppti á um átta metra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×