Sport

Mót­mælti þátt­töku Lin Yu-Ting með handabendingum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Yildiz Kahraman setti hendur á loft og bjó til X í mótmælaskyni.
Yildiz Kahraman setti hendur á loft og bjó til X í mótmælaskyni.

Lin Yu-Ting, hnefaleikakona sem hefur verið mikið til umræðu ásamt Imane Khelif, sigraði Yildiz Kahreman í undanúrslitum fjaðurvigtarflokksins. Yildiz mótmælti þátttöku hennar eftir keppni með handabendingum.

Um leið og úrskurður dómara lá fyrir setti Yildiz hendur á loft og bjó til „X“ úr fingrum sér í mótmælaskyni við þátttöku Lin Yu-Ting. Hún hélt merkinu á lofti og gekk í hringi svo allir áhorfendur gætu séð. 

Hún er önnur til að mótmæla með þessum hætti en mótherjinn í átta liða úrslitum, Svetlana Staneva, gerði það sömuleiðis.

Lin Yu-Ting reyndi að hugga Yildiz eftir bardagann en hún vildi ekki heyra það.Richard Pelham/Getty Images

Lin Yu-Ting ásamt Imane Khelif var á síðasta ári bönnuð frá keppni í bardögum á vegum Alþjóðahnefaleikasambandsins, en má keppa á Ólympíuleikunum.

Þær hafa verið mikið til umræðu undanfarna daga og skiptar skoðanir eru á því hvort heimila eigi þátttöku á Ólympíuleikunum, en þær uppfylla öll skilyrði til að taka þátt.

Nú hafa þær báðar náð í úrslit í sínum þyngdarflokkum, búnar að tryggja sig á pall og eiga möguleika á gullverðlaunum. Hvort Alþjóðahnefaleikasambandið standi við loforð sitt um að gefa öllum sem vinna verðlaun fé að launum á þá eftir að koma í ljós.


Tengdar fréttir

Furðulegur fundur haldinn um mál hnefaleikakvennanna

Alþjóðahnefaleikasambandið hélt fund í gær til að marka afstöðu sína í kynjamáli kvennanna tveggja sem hafa verið til umræðu undanfarna daga. Miklum tíma var reyndar eytt í allt önnur mál sem forsetinn ákvað sjálfur að taka fyrir og fundinum er lýst sem þeim allra furðulegasta.

Khelif komin í úrslit

Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif er komin í úrslit í 66 kg flokki á Ólympíuleikunum í París.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×