Sport

Orðin þreytt á netníðinu og enda­lausum saman­burði við Biles

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gabby Douglas og Simone Biles kepptu saman á Ólympíuleikunum í Ríó 2016.
Gabby Douglas og Simone Biles kepptu saman á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. getty/Ezra Shaw

Gabby Douglas, sem vann gull í fjölþraut á Ólympíuleikunum í London 2012, er búin að fá sig fullsadda af netníði sem hún hefur mátt þola og endalausum samanburði við Simone Biles.

Douglas var stærsta stjarna bandarískra fimleika áður en Biles skaust upp á stjörnuhimininn í Ríó 2016.

Ýmsir hafa verið gjarnir á að bera þær Douglas og Biles og þá er samanburðurinn einatt þeirri fyrrnefndu í óhag. Douglas fékk loks nóg á dögunum og svaraði fyrir sig í athugasemd við myndband á TikTok þar sem gert var lítið úr henni.

„Að verða fyrir stanslausu einelti er lýjandi og þreytandi fyrir mig. Ég vil bara lifa mínu lífi í friði. Takk fyrir ástina! Það er ekki vanþörf á henni í þessum heimi,“ skrifaði Douglas.

Þær Biles voru samherjar í bandaríska landsliðinu sem vann liðakeppnina á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Biles hefur einnig sagt að hún hafi litið mjög upp til Douglas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×