Leikurinn í dag var jafn og spennandi en Þjóðverjar byrjuðu betur og voru 25-18 yfir að loknum fyrsta leikhluta. Frakkar svöruðu þó og voru búnir að jafna metin fyrir lok fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik 33-33.
Í stöðunni 48-49 fyrir Þjóðaverja í þriðja leikhlutanum náðu Frakkar síðan góðu áhlaupi. Þeir komust í 56-50 undir lok þriðja leikhlutans og héldu áfram að hamra járnið á meðan það var heitt í lokafjórðungnum.
Frakkar komust mest í 66-53 forystu og virtust vera að sigla beint í úrslitin. Þjóðverjar voru þó ekki á þeim buxunum. Þeir minnkuðu muninn jafnt og þétt og þegar 39 sekúndur voru eftir skoraði Franz Wagner þriggja stiga körfu og minnkaði muninn í 70-68.
Frakkar voru þó ískaldir á lokasekúndunum. Eftir að bæði lið höfðu sett sitthvort vítaskotið niður tókst Isaia Cordinier að skora úr tveimur vítum og koma muninum í tveggja körfu leik með aðeins sjö sekúndur á klukkunni.
Það var of mikið fyrir Þjóðverja og Frakkar fögnuðu sigri og sæti í úrslitum við mikinn fögnuð heimamanna í höllinni.
ON EST EN FINALE DES JEUX OLYMPIQUES 🇫🇷
— Équipes de France de Basket (@FRABasketball) August 8, 2024
Quel match, quelle victoire, merci les gars 🤩#TeamFranceBasket | #PassionnémentBleu | #Paris2024 | #FRAGER pic.twitter.com/3MYqDZVkO3
Yabusele Guerschon var stigahæstur Frakka í dag með 17 stig auk þess að taka 7 fráköst. Stórstjarnan Victor Wembanyama skoraði 11 stig en hann hitti illa í leiknum. Seinni undanúrslitaleikurinn fer fram í kvöld þegar Bandaríkjamenn og Serbar mætast.