Aldís greinir frá sölunni á samfélagsmiðlum. Hún segir íbúðina dásamlega. Sumir tengist ekki dauðum hlutum, en það geri hún og mikið. „Ég grét þegar að mamma fékk sér nýjan ísskáp og nýjan sófa. Og ég mun gráta þegar að nýr eigandi fær lyklana í hendurnar alveg eins og fyrri eigandi gerði þegar ég tók við henni,“ skrifar Aldís.
Um er að ræða 57 fermetra íbúð á efstu hæð í Verkamannabústöðunum. Uppsett verð er 57,9 milljónir króna og er húsinu vel haldið og vel þjónustað þökk sé sterku húsfélagi.
Sjá nánar á fasteignavef Vísis.







