Handbolti

Al­freð stýrði Þýska­landi í úr­slita­leik Ólympíu­leikanna

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Alfreð Gíslason leiddi lið Þýskalands í úrslitaleik Ólympíuleikanna, í fyrsta sinn síðan 2004.
Alfreð Gíslason leiddi lið Þýskalands í úrslitaleik Ólympíuleikanna, í fyrsta sinn síðan 2004. getty / vísir

Þýska handboltalandsliðið undir stjórn Alfreðs Gíslasonar mun keppa til úrslita á  Ólympíuleikunum eftir 25-24 sigur gegn Spáni í æsispennandi undanúrslitaleik. Spánverjar munu því aftur leika um bronsið sem þeir unnu fyrir fjórum árum síðan.

Fyrri hálfleikur var mjög kaflaskiptur.Þýskaland byrjaði leikinn betur og skoraði fyrstu þrjú mörkin, Spánverjar tóku við sér og jöfnuðu stöðuna 6-6 en fengu þá aftur fjögur mörk í röð á sig. Þeim tókst þó að jafna í 12-12 fyrir hálfleik og í seinni hálfleik var mun minna um áhlaup.

Staðan hélst nokkurn veginn jöfn fram að lokamínútunum en þar var afar fátt um mörk.

Spánverjar tóku forystuna þegar tæpar átta mínútur voru eftir en Þjóðverjar skoruðu tvö mörk í kjölfarið og leiddu leikinn á endasprettinum.

Juri Knorr skoraði það sem reyndist sigurmarkið þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir af leiknum.Alex Davidson/Getty Images

Spánn fékk nokkrar sóknir og tækifæri til að jafna en tókst ekki að nýta það. Þjóðverjar fóru því með sigur og halda áfram í úrslit en Spánn spilar upp á bronsverðlaun.

Hverjir næstu andstæðingar verða á eftir að koma í ljós en Slóvenía og Danmörk mætast í undanúrslitum síðar í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×