Keppni heldur áfram á heimsleikunum: „Það er ekkert allt íþróttafólkið andlega tilbúið“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. ágúst 2024 08:00 Snorri Barón Jónsson er staddur á heimsleikunum þar sem Lazar Ðukic lést í gær. Heimsleikarnir í CrossFit hófust á fimmtudag en keppni var skyndilega hætt þegar Lazar Ðukic drukknaði. Umdeild ákvörðun var svo tekin í gær um að halda keppni áfram yfir helgina. Umboðsmaðurinn Snorri Barón segir íþróttafólk ekki allt andlega tilbúið til þess. Hræðilegur atburður átti sér stað í fyrstu grein keppninnar þar sem keppendur hlupu fyrst fimm kílómetra og áttu svo að synda átta hundruð metra. Lazar Ðukic var meðal fremstu manna í sundinu en skilaði sér ekki upp úr vatninu. „Það undirbýr sig enginn fyrir þetta, þetta er algjörlega óhugsandi að einhver láti lífið í keppni, drukkni eða hvað annað. Það er rosalega margt búið að koma fram núna eftir á sem bendir skýrt á að það var eitt og annað ábótavant. Mögulega eða örugglega jafnvel, hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta hörmulega slys,“ segir Snorri Barón Jónsson, CrossFit umboðsmaður sem staddur er á heimsleikunum í Fort Worth, Texas. Andlegt ójafnvægi Umdeild ákvörðun var tekin að halda áfram keppni á heimsleikunum um helgina, sem íþróttafólkið þarf að sætta sig við eða segja sig frá keppni. „Það er ekkert allt íþróttafólkið andlega tilbúið. Það er enginn búinn að ná utan um þetta. Fólki líður mjög skringilega en ég finn alveg líka til með þeim sem eru að halda viðburðinn, það eru þúsundir manna samankomnir og rosalega mikið á línunni. Það er bara verið að finna út úr því hvernig er best að gera þetta því það bjó sig enginn undir þetta. Þetta er bara erfitt, sama hver niðurstaðan er verður þetta alltaf erfitt.“ Hlupu áður en þau stungu sér til sunds Gagnrýni beindist einnig að skipuleggjendum fyrir röðun keppnisgreina. Margir benda á hættuna sem felst í því að hafa sund á eftir hlaupi, frekar en öfugt. Til dæmis má nefna að í þríþrautarkeppnum er sund alltaf fyrsta grein, svo keppendur örmagnist frekar á landi en í vatni. „Svo ég gefi smá samhengi. Á heimsleikunum í CrossFit er búið að sía úr hundruðum þúsunda íþróttamanna niður í áttatíu, sem koma saman á hverju ári og leggja á sig ótrúlegt erfiði í fjóra daga. Þetta var fyrsti viðburðurinn, snemma um morgun… Það er alltaf hægt að vera gáfaður eftir á og benda á að sundið hefði örugglega átt að vera fyrst en ég hef ekki sérþekkingu til að tjá mig um það,“ segir Snorri og bætir við: „Lazar var gríðarlega góður sundmaður, einn af þeim sem var talinn hvað líklegastur til að vinna þessa fyrstu þraut og hann var nokkuð framarlega. Fyrir lífverðina var ekkert endalaust af fólki sem þurfti að hafa augu á þegar þetta gerist, sem gerir þetta svo sárt líka.“ Ákvörðunin tekin í samráði við fjölskylduna Hávær áköll bárust úr ýmsum áttum að blása keppnina af en ákvörðunin er tekin í samráði fjölskyldu Lazars, þar með talið bróður hans Luka Ðukic sem var einnig meðal keppenda. „Auðvitað var það fyrsta sem skipuleggjendur gerðu að tala við fjölskyldu Lazars og bróður hans sem er keppandi líka. Það sem þau báru undir íþróttafólkið var: Það er búið að tala við Đukić fjölskylduna, þau gefa blessun sína og þau telja að það hefði verið vilji Lazars að keppnin haldi áfram. Maður er búinn að sjá á internetinu að það er mikil gremja, en ég hugsa að gremjan muni minnka þegar það kemur fram að þetta er allt gert í þökk við fjölskylduna.“ Snorri Barón veitti viðtal í Sportpakkanum í gær sem má sjá í spilaranum hér að ofan. CrossFit Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Fleiri fréttir „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Sjá meira
Hræðilegur atburður átti sér stað í fyrstu grein keppninnar þar sem keppendur hlupu fyrst fimm kílómetra og áttu svo að synda átta hundruð metra. Lazar Ðukic var meðal fremstu manna í sundinu en skilaði sér ekki upp úr vatninu. „Það undirbýr sig enginn fyrir þetta, þetta er algjörlega óhugsandi að einhver láti lífið í keppni, drukkni eða hvað annað. Það er rosalega margt búið að koma fram núna eftir á sem bendir skýrt á að það var eitt og annað ábótavant. Mögulega eða örugglega jafnvel, hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta hörmulega slys,“ segir Snorri Barón Jónsson, CrossFit umboðsmaður sem staddur er á heimsleikunum í Fort Worth, Texas. Andlegt ójafnvægi Umdeild ákvörðun var tekin að halda áfram keppni á heimsleikunum um helgina, sem íþróttafólkið þarf að sætta sig við eða segja sig frá keppni. „Það er ekkert allt íþróttafólkið andlega tilbúið. Það er enginn búinn að ná utan um þetta. Fólki líður mjög skringilega en ég finn alveg líka til með þeim sem eru að halda viðburðinn, það eru þúsundir manna samankomnir og rosalega mikið á línunni. Það er bara verið að finna út úr því hvernig er best að gera þetta því það bjó sig enginn undir þetta. Þetta er bara erfitt, sama hver niðurstaðan er verður þetta alltaf erfitt.“ Hlupu áður en þau stungu sér til sunds Gagnrýni beindist einnig að skipuleggjendum fyrir röðun keppnisgreina. Margir benda á hættuna sem felst í því að hafa sund á eftir hlaupi, frekar en öfugt. Til dæmis má nefna að í þríþrautarkeppnum er sund alltaf fyrsta grein, svo keppendur örmagnist frekar á landi en í vatni. „Svo ég gefi smá samhengi. Á heimsleikunum í CrossFit er búið að sía úr hundruðum þúsunda íþróttamanna niður í áttatíu, sem koma saman á hverju ári og leggja á sig ótrúlegt erfiði í fjóra daga. Þetta var fyrsti viðburðurinn, snemma um morgun… Það er alltaf hægt að vera gáfaður eftir á og benda á að sundið hefði örugglega átt að vera fyrst en ég hef ekki sérþekkingu til að tjá mig um það,“ segir Snorri og bætir við: „Lazar var gríðarlega góður sundmaður, einn af þeim sem var talinn hvað líklegastur til að vinna þessa fyrstu þraut og hann var nokkuð framarlega. Fyrir lífverðina var ekkert endalaust af fólki sem þurfti að hafa augu á þegar þetta gerist, sem gerir þetta svo sárt líka.“ Ákvörðunin tekin í samráði við fjölskylduna Hávær áköll bárust úr ýmsum áttum að blása keppnina af en ákvörðunin er tekin í samráði fjölskyldu Lazars, þar með talið bróður hans Luka Ðukic sem var einnig meðal keppenda. „Auðvitað var það fyrsta sem skipuleggjendur gerðu að tala við fjölskyldu Lazars og bróður hans sem er keppandi líka. Það sem þau báru undir íþróttafólkið var: Það er búið að tala við Đukić fjölskylduna, þau gefa blessun sína og þau telja að það hefði verið vilji Lazars að keppnin haldi áfram. Maður er búinn að sjá á internetinu að það er mikil gremja, en ég hugsa að gremjan muni minnka þegar það kemur fram að þetta er allt gert í þökk við fjölskylduna.“ Snorri Barón veitti viðtal í Sportpakkanum í gær sem má sjá í spilaranum hér að ofan.
CrossFit Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Fleiri fréttir „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Sjá meira