Sport

Glímu­maður á ÓL hand­tekinn og gæti fengið lífstíðarbann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mohamed Ibrahim er í vondum málum.
Mohamed Ibrahim er í vondum málum. getty/Tom Pennington

Egypski glímumaðurinn Mohamed „Kesho“ Ibrahim, sem keppti á Ólympíuleikunum, hefur verið handtekinn.

Kesho var handtekinn fyrir utan kaffihús í París í gær. Hann var sakaður um að hafa káfað á rassi annars viðskiptavinar á kaffihúsinu.

Egypska ólympíunefndin staðfesti að Kesho hefði verið handtekinn og að mál hans verði rannsakað af siðanefnd. Kesho gæti fengið lífstíðarbann frá keppni ef hann verður fundinn sekur.

Þátttaka Keshos á Ólympíuleikunum var stutt en hann tapaði fyrir Hasrat Jafarov í 1. umferð í 67 kg flokki í grísk-rómverskri glímu.

Kesho gekk öllu betur á Ólympíuleikunum í Tókýó fyrir þremur árum en þar vann hann brons.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×