Lífið

Páll Óskar og Antonio deildu sviðinu efst á tertunni

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Turtildúfurnar uppi á tertunni.
Turtildúfurnar uppi á tertunni. Vísir/Viktor Freyr

Páll Óskar og eiginmaður hans Edgar Antonio Lucena Angarita, voru saman uppi á tertunni svokölluðu í Gleðigöngunni í dag. 

Hápunktur Hinsegin daga, Gleðigangan, fór fram í dag þegar gengið var frá Hallgímskirkju að Hljómskálagarði með pompi og prakt. Að göngunni lokinni var blásið til útihátíðar í Hljómskálagarði, þar sem fjöldinn allur af tónlistarfólki kemur fram. Hægt er að fylgjast með beinu streymi frá tónleikunum hér að neðan.

Páll Óskar giftist Edgari Antonio í mars á þessu ári, og kveðst aldrei hafa verið hamingjusamari. Antonio er flóttamaður frá Venesúela.

Taumlaus gleði.Vísir
Vísir/Viktor Freyr

Tengdar fréttir

Páll Óskar genginn út: „Ég er hamingju­­­samasti hommi í heimi“

Páll Óskar, ástsælasti söngvari þjóðarinnar er genginn út, 53 ára að aldri. Hann segir tilfinninguna vægast sagt áhugaverða. Í kjölfarið gaf hann út lagið Galið gott, ásamt Doctor Victor. Hann segir textann hafa komið til sín eftir að ástin barði að dyrum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×