Gleðigangan

Fréttamynd

Dró Antonio grunlausan með sér í Gamla bíó

„Hann vissi ekkert hver ég var þegar hann kynnist mér. En eftir tvo daga, ég held að það hafi verið á miðvikudegi, sagði ég við hann: „Ég verð að segja þér við hvað ég vinn,“ segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson sem dró eiginmann sinn, Edgar Antonio Lucena Angarita, með sér á skólaball í Gamla bíói. 

Lífið
Fréttamynd

„Við eigum ekki bara að hvíla í friði þegar við erum dauð“

„Ég vona að þau ykkar sem eru hinsegin en hafa ekki tekið skrefið finni kjark og þor sem fyrst til að lifa í frelsi og að hátíð eins og Hinsegin dagar fylli ykkur af eldmóð,“ skrifar ástsæli tónlistarmaðurinn og skemmtikrafturinn Friðrik Ómar Hjörleifsson í einlægri og hjartnæmri færslu á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

„Full­orðna fólk, grow up!“

Páll Óskar segir að á meðan fólk er ennþá að kasta pílum í það hvernig fólk lítur út, hvað það gerir eða hvernig það lifir lífinu sínu, séum við ekki frjáls, og Gleðigangan haldi áfram. Fólk sem dreifi óhróðri og óábyrgum upplýsingum á netinu þurfi að þroskast.

Innlent
Fréttamynd

Þakk­læti

Nú þegar hinsegindagar standa yfir er þakklæti mér efst í huga. Þakklæti fyrir það fólk sem hefur barist fyrir réttindum hinsegin fólks svo að við öll fáum að búa í opnara og frjálsara samfélagi.

Skoðun
Fréttamynd

„Hatrið má ekki sigra“

Hinsegin dagar eru gengnir í garð með tilheyrandi lífi, litagleði og sýnileika. Gleðin nær svo ákveðnu hámarki í Reykjavík á morgun þegar Gleðigangan fer fram og margvíslegur hópur hinsegin fólks sameinast í kröfugöngu sem er á sama tíma mikill fögnuður.

Lífið
Fréttamynd

Ó­gleyman­leg gleðivíma að koma út

„Ég fór strax að hugsa um litlu Margréti sem var að fara á sitt fyrsta Pride. Tilfinningin var bara gleðivíma,“ segir tónlistarkonan Margrét Rán sem er á bak við Pride lagið í ár. Hún er sömuleiðis að fara af stað með nýtt sólóverkefni undir nafninu Rán en blaðamaður ræddi við hana um listina og hinseginleikann.

Tónlist
Fréttamynd

Göngum í dag – hlaupum á morgun

Það er gott að tilheyra samfélagi sem stendur saman með mannréttindum. Einu sinni á ári sýnum við samstöðu með hinsegin fólki með því að troðfylla miðbæ Reykjavíkar í tilefni Gleðigöngunnar.

Skoðun
Fréttamynd

„Fáum í viku að vera bara til og okkur er fagnað fyrir það“

Hinsegin dagar eru gengnir í garð og má segja að líf, litagleði og sýnileiki einkenni borgina um þessar mundir. Gleðin nær svo ákveðnu hámarki í dag þegar Gleðigangan fer fram og margvíslegur hópur hinsegin fólks sameinast í kröfugöngu sem er á sama tíma einnig fögnuður. Í tilefni af því fékk Lífið á Vísi hinsegin fólk úr ólíkum áttum samfélagsins til að deila sínum uppáhalds minningum af Pride.

Lífið
Fréttamynd

Lögðu alltaf áherslu á fjölskylduna í Gleðigöngunni

Sjónvarpsstjörnurnar og lífskúnstnerarnir Beggi og Pacas tóku þátt í Gleðigöngunni tíu ár í röð og segja gleðina alltaf hafa staðið upp úr. Blaðamaður fékk þá til að rifja upp eftirminnileg augnablik en þeir eru nú búsettir í sólinni á Spáni.

Lífið
Fréttamynd

„Vorum ekki lengur nafn­laus og í felum í dimmum skúma­skotum“

„Þetta var í fyrsta sinn sem ég upplifði samstöðu og stuðning frá almenningi í almannarými. Tilvera okkar var ekki lengur einhver dularfull flökkusaga í lausu lofti og stuðningurinn ekki bara eitthvað hvísl í lokuðu rými,“ segir stórstjarnan Páll Óskar í samtali við blaðamann þar sem hann rifjar upp sína fyrstu Gleðigöngu.

Lífið
Fréttamynd

„Augna­blik sem ég gleymi aldrei svo lengi sem ég lifi“

„Kvíðahnúturinn leystist upp og breyttist í eitthvað allt annað. Ég greip í höndina á manninum mínum og kyssti hann. Svo fór ég að hágráta. Það var eins og allir erfiðleikarnir, allt strögglið væri tekið frá okkur á augabragði og eftir stóð bara frelsistilfinning og gleði,“ rifjar fjölmiðlamaðurinn Felix Bergsson upp í samtali við blaðamann um Gleðigönguna.

Lífið
Fréttamynd

„Það á ekki að vera ströggl að koma út úr skápnum“

„Frá því ég var lítill hef ég vitað að ég sker mig einhvern veginn úr. Ég fann að ég var öðruvísi,“ segir raunveruleikastjarnan Brynjar Steinn, jafnan þekktur sem Binni Glee. Blaðamaður hitti hann í kaffi og fékk að heyra hans sögu, meðal annars frá því hvernig hann kom út úr skápnum, hvernig það er að vera hinsegin fyrirmynd í íslensku samfélagi, að spegla sig í öðrum og átta sig á því hver og hvernig maður er.

Lífið
Fréttamynd

Ráð­herra sver af sér rasíska sam­særis­kenningu

Innanríkisráðherra Finnlands hafnaði því að hann aðhylltist rasíska hægriöfgasamsæriskenningu og eyddi gömlum færslum á samfélagsmiðlum eftir að fjölmiðlar fjöluðu um þær um helgina. Innan við vika er frá því að annar ráðherra sagði af sér í skugga ásakana um tengsl við hægriöfgaöfl.

Erlent