Sport

Banda­ríkin sigur­sælust á Ólympíu­leikunum í ár

Siggeir Ævarsson skrifar
Leikmenn bandaríska liðsins stilla sér upp fyrir sjálfutöku með gullverðlaunin
Leikmenn bandaríska liðsins stilla sér upp fyrir sjálfutöku með gullverðlaunin vísir/Getty

Nú þegar keppni er lokið í öllum greinum á Ólympíuleikunum í París eru það Bandaríkin sem standa uppi með flest verðlaun 126 talsins.

Bandaríkin og Kína eru í algjörum sérflokki á leikunum í ár þegar gullverðlaun eru talin saman en báðar þjóðir unnu 40 slík, 20 fleiri en Japan sem kom næst á eftir. Heildarfjöldi verðlauna Bandaríkjanna er svo í algjörum sérflokki, 40 gull, 44 silfur og 42 brons.

Fyrir daginn í dag voru Bandaríkin með 38 gullverðlaun en Kína 39. Bandaríkin gátu bætt við fjórum en Kína einum. Li Wenwen lagði sín lóð á vogarskálarnar þegar hún tryggði sér gullverðalaun í +81 kg flokki í kraftlyftingum og þar með voru gullverðlaun Kínverja orðin 40.

Jennifer Valente nældi svo í gull fyrir Bandaríkin í hjólreiðum og kvennalandsliðið í körfubolta nældi einnig í gull og þar með enda Bandaríkin og Kína jöfn með 40 gullverðlaun hvor þjóð, en heildarfjöldi verðlauna hjá Kína er töluvert lægri en Bandaríkjanna, eða 91 alls.

Árangur landa á Ólympíuleikunum er oftast mældur í fjölda gullverðlauna en þar sem Bandaríkin og Kína enduðu bæði jöfn fá Bandaríkin efsta sætið að þessu sinni vegna fleiri heildarverðlauna. 

Lista yfir tíu efstu þjóðirnar má sjá hér að neðan. Í fjórða sæti er Ástralía en þetta er besti árangur þeirra á Ólympíuleikum frá upphafi:

Skjáskot The Guardian



Fleiri fréttir

Sjá meira


×