Aðeins fimmtíu metra frá marki þegar hann drukknaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2024 08:31 James Sprague er nýr heimsmeistari í CrossFit. Hér hefur hann klárað grein við hliðina á brautinni þar sem Lazar Dukic átti að keppa. @crossfitgames Rudy Trevino var eitt af vitnunum er Lazar Dukic drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna í CrossFit. Hann sagði frá upplifun sinni í samtali við Barbend vefinn. „Hann var þarna og svo var hann skyndilega horfinn,“ sagði Rudy Trevino um það þegar Dukic hvarf ofan í Marine Creek vatnið. Trevino hefur sjálfur rekið CrossFit stöð í San Antonio í tíu ár. Hann er fyrrum gæslumaður á baðströnd og þjálfaður í að bjarga fólki úr vatni. Hann var líka með það á hreinu sem var að gerast þarna. „Það eru þessu klassísku merki sem þú ert þjálfaður í að taka eftir. Lazar sýndi þau öll. Höfuð hans hallaði aftur, augun voru galopin og hann hreyfðist upp og niður,“ sagði Trevino. Hann segist hafa byrjað strax að öskra á hjálp. „Þeir hlustuðu ekki á mig,“ sagði Trevino. Trevino telur að Dukic hafi þarna verið aðeins fimmtíu metra frá markinu. Trevino reyndi að komast fram hjá öryggisvörðunum en þeir stöðvuðu för hans. „Ég grátbað þá um að að koma einhverjum til hans en þeir sögðust vera með stjórn á öllu sem þeir voru ekki með,“ sagði Trevino. „Þá fór ég að efast um það sem ég hafði séð. Ég fór að vona að ég hefði ekki rétt fyrir mér. Mín mesta eftirsjá er að hafa ekki reynt meira að komast fram hjá þeim. Ná að vekja athygli einhvers sem hafði meiri völd til að gera eitthvað. Á þeirri stundu hafði hann bara verið á kafi í mínútu,“ sagði Trevino. CrossFit samtökin ákváðu að klára keppnina en hafa gefið það út að utanaðkomandi rannsókn muni fara fram og niðurstöður hennar eru líklegar til að kalla á breytingar á keppni á heimsleikunum. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Leik lokið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Sjá meira
Hann sagði frá upplifun sinni í samtali við Barbend vefinn. „Hann var þarna og svo var hann skyndilega horfinn,“ sagði Rudy Trevino um það þegar Dukic hvarf ofan í Marine Creek vatnið. Trevino hefur sjálfur rekið CrossFit stöð í San Antonio í tíu ár. Hann er fyrrum gæslumaður á baðströnd og þjálfaður í að bjarga fólki úr vatni. Hann var líka með það á hreinu sem var að gerast þarna. „Það eru þessu klassísku merki sem þú ert þjálfaður í að taka eftir. Lazar sýndi þau öll. Höfuð hans hallaði aftur, augun voru galopin og hann hreyfðist upp og niður,“ sagði Trevino. Hann segist hafa byrjað strax að öskra á hjálp. „Þeir hlustuðu ekki á mig,“ sagði Trevino. Trevino telur að Dukic hafi þarna verið aðeins fimmtíu metra frá markinu. Trevino reyndi að komast fram hjá öryggisvörðunum en þeir stöðvuðu för hans. „Ég grátbað þá um að að koma einhverjum til hans en þeir sögðust vera með stjórn á öllu sem þeir voru ekki með,“ sagði Trevino. „Þá fór ég að efast um það sem ég hafði séð. Ég fór að vona að ég hefði ekki rétt fyrir mér. Mín mesta eftirsjá er að hafa ekki reynt meira að komast fram hjá þeim. Ná að vekja athygli einhvers sem hafði meiri völd til að gera eitthvað. Á þeirri stundu hafði hann bara verið á kafi í mínútu,“ sagði Trevino. CrossFit samtökin ákváðu að klára keppnina en hafa gefið það út að utanaðkomandi rannsókn muni fara fram og niðurstöður hennar eru líklegar til að kalla á breytingar á keppni á heimsleikunum. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Leik lokið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Sjá meira