Verðtryggingarskekkja bankanna í hæstu hæðum vegna ásóknar í verðtryggð lán
Verðtryggingarskekkja stóru viðskiptabankanna, munurinn á verðtryggðum eignum og skuldum á efnahagsreikningi þeirra, hefur margfaldast á aðeins átján mánuðum samtímis því að heimili og fyrirtæki flykkjast yfir í verðtryggða fjármögnun í skugga hárra vaxta. Skuldabréfamiðlari telur sennilegt að þessi þróun muni halda áfram af fullum þunga á næstunni sem ætti að óbreyttu að viðhalda raunvöxtum hærri en ella.
Tengdar fréttir
Neikvæðir raunvextir á innlánum „geta ekki gengið til lengdar“
Ef raunvextir á innlánum heimila og fyrirtækja í bönkunum eru að stórum hluta neikvæðir um langt skeið er hætta á að það muni að lokum draga mjög úr sparnaði og þá um leið skrúfa fyrir aðgengi að lánsfé í hagkerfinu, að sögn seðlabankastjóra.
Fyrirtækin bregðast við háum vöxtum og færa sig yfir í verðtryggð lán
Þrátt fyrir hækkandi vaxtastig er áfram nokkur þróttur í nýjum útlánum til fyrirtækja en þau er núna nánast alfarið drifin áfram af sókn þeirra í verðtryggð lán. Frá því um mitt árið í fyrra er hlutfall verðtryggðra útlána meira en áttatíu prósent af öllum nýjum lánum bankanna til atvinnulífsins.