Íslenski boltinn

Sjáðu markið sem endaði 84 daga bið KR-inga eftir sigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Þórður Albertsson fagnar sigurmarki sínu á Meistaravöllum í gær.
Aron Þórður Albertsson fagnar sigurmarki sínu á Meistaravöllum í gær. Vísir/Diego

KR og ÍA fögnuðu bæði 1-0 heimasigrum í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi og nú má sjá þessi tvö mikilvægu sigurmörk hér inn á Vísi.

Viktor Jónsson tryggði Skagamönnum sigur á Fram með marki á 46. mínútu leiksins. Þetta er hans fjórtánda mark í Bestu deildinni í sumar og hann er nú kominn með tveggja marka forskot á næsta mann í baráttunni um gullskóinn.

Markið kom Skagaliðinu líka upp í fjórða sæti deildarinnar og liðið steig þar með stórt skref í átt að því að vera af alvöru með í baráttunni um sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð.

Aron Þórður Albertsson skoraði sigurmark KR á móti FH á 45. mínútu leiksins en þessi 1-0 sigur var ekki bara fyrsti heimasigur KR-inga í sumar heldur einnig fyrsti sigur liðsins í Bestu deildinni síðan 20. maí síðastliðinn.

KR-ingar voru því búnir að bíða í 84 daga eftir sigri en þetta var fyrsti leikur liðsins síðan að Óskar Hrafn Þorvaldsson kom inn í þjálfarateymið. Hann byrjar vel á hliðarlínunni í Vesturbænum.

Bæði þessi sigurmörk úr leikjum gærkvöldsins má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Sigurmark KR á móti FH
Klippa: Sigurmark ÍA á móti Fram



Fleiri fréttir

Sjá meira


×