Lífið

Allt í keng: „Veiði­­­gler­augun eru okkar hjálmur“

Aníta Guðlaug Axelsdóttir skrifar
VÍSIR

Heiðar Valur Bergmann, betur þekktur sem Heizi, fer með okkur á sinn uppáhalds stað í Langánni í fjórða og síðasta þætti af veiðiþáttunum Allt í keng.

Í þættinum fer hann yfir mikilvægi öryggisgleraugna í veiðinni. ,,Veiðigleraugun eru okkar hjálmur, ef að flugan fer í augun þá eru þau bara kapút"

Klippa: Allt í keng - Langá á Mýrum

Þá kynnumst við betri stofunni í veiðihúsinu Langárbyrgi þar sem Heiðar fer reglulega að hugsa sinn gang þegar illa gengur að veiða.

Falleg stund á milli Heiðars og refsins á betri stofunni.VÍSIR

Á uppáhalds staðnum sínum í Langánni beitir Heiðar sínum brögðum til að veiða, en lendir í óhappi í leiðinni. Hann hefur veitt ýmislegt í gegnum ævina, segir hann, en aldrei annað eins fyrirbæri eins og má sjá á einum tímapunkti í þættinum.

Rétt áður en hann veiddi eitthvað sem væri erfitt að borða með hníf og gaffli.VÍSIR


Tengdar fréttir

Allt í keng: Varð brátt í brók í vorveiðinni

Heiðar Valur Bergmann, betur þekktur sem Heizi, er umsjónarmaður nýrra veiðiþátta á Vísi. Þeir bera heitið Allt í keng en í fyrsta þætti er hinni oft umdeildu vorveiði gefinn sérstakur gaumur. Farið er í veiði í Eldvatn í Austur-Skaftafellssýslu þar sem þáttastjórnanda varð brátt í brók.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.