Lífið

Ævin­týra­legt glæsibrúðkaup Rakelar og Andra í Bret­landi

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Andri og Rakel giftu sig undir berum himni í Bretlandi.
Andri og Rakel giftu sig undir berum himni í Bretlandi.

Rakel Rún­ars­dótt­ir, fagurkeri og rekstr­ar­hag­fræðing­ur, og Andri Ford kírópraktor og sjúkraþjálf­ari gengu í hnapphelduna við fallega athöfn undir berum himni í Bretlandi í gær.

Athöfnin fór fram í garði við glæsihótelið Hampton Manor, sem er fimm stjörnu hótel, rétt fyrir utan Birmingham.

Hótelið, sem áður var gamalt sveitasetur, er búið 24 herbergjum og hefur verið gert upp á heillandi máta þar sem hinn upprunalegi byggingarstíll fær að njóta sín með nútímalegu ívafi. 

Rakel klæddist fallegum hvítum brúðarkjól með slör í hárinu og Andri svörtum smóking. Þegar líða fór á kvöldið skipti Rakel í stuttan hvítan kjól með fjöðrum.

Litríkir kjólar og gott partý

Fjöldi fólks lagði leið sína til Bretlands til að samfagna brúðhjónunum. Meðal gesta var Svana Lovísa Kristjánsdóttir, blómaskreytingarkonu og áhrifavaldur, sem hefur gefið fylgjendum sínum á Instagram innsýn í brúðkaupið og hótelið sjálft. 

„Svo stiklað sé á stóru. Besta partý ever,“ skrifaði Svana Lovísa um brúðkaupið sem virtist hið glæsilegasta.

Litríkir kjólar og berir leggir voru áberandi hjá kvenkyns brúðargestum, ekki annað hægt þegar það er sól og blár himinn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.