Barnaníðingurinn brotnaði saman í fyrsta viðtali eftir baulið á ÓL Sindri Sverrisson skrifar 13. ágúst 2024 15:46 Steven van de Velde felldi tár þegar hann mætti í fyrsta viðtalið eftir Ólympíuleikana. Samsett/Getty Hollenski strandblaksspilarinn Steven van de Velde fékk að keppa á Ólympíuleikunum í París þrátt fyrir að vera með dóm á bakinu fyrir að nauðga barni. Hann hefur nú tjáð sig í fyrsta sinn um viðbrögðin sem hann fékk á leikunum. „Ég gerði mistök fyrir tíu árum síðan. Ég verð að taka afleiðingum þess,“ sagði Van de Velde í fyrsta viðtalinu eftir Ólympíuleikana, samkvæmt Telegraaf. Van de Velde var 19 ára gamall þegar hann var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga 12 ára breskri stúlku. Eftir að hann losnaði úr fangelsi hélt hann áfram að spila strandblak og komst inn á leikana í París. Ákvörðun Hollendinga um að leyfa Van de Velde að keppa hlaut mikla gagnrýni og baulað var kröftuglega á hann við keppni á leikunum. „Ef að íþróttamaður eða þjálfari væri með eitthvað svona mál á bakinu þá hefði hann ekki fengið að vera í okkar liði,“ sagði til að mynda Anna Meares, formaður ástralska ólympíusambandsins. Sobbing child rapist Steven van de Velde breaks silence after being booed at the Olympics https://t.co/YMBd0cUsdL— LBC News (@LBCNews) August 13, 2024 Van de Velde felldi tár í viðtalinu sem birt var í dag og sagði fólk hafa gengið of langt með því að ásækja fjölskyldumeðlimi hans. „Ég gerði mistök fyrir tíu árum og verð að taka afleiðingum þess. En það er of langt gengið að ráðast á fólkið í kringum mig, alveg sama hvort það er Matthew [Immer, liðsfélagi], konan mín eða barnið mitt,“ sagði Van de Velde og viðurkenndi að hafa íhugað að hætta við leikana. „Það komu svo sannarlega augnablik þar sem ég hugsaði með mér; er þetta virkilega þess virði?“ Van de Velde og Immer komust í 16-liða úrslit á leikunum en töpuðu þar fyrir Brasilíu. Van de Velde dvaldi ekki í ólympíuþorpinu líkt og langflestir keppendur heldur á ótilgreindum stað, og þá var hann ekki skyldaður til að mæta í viðtöl eins og aðrir. Ólympíuleikar 2024 í París Holland Tengdar fréttir Baulað á nauðgarann Van de Velde Baulað var á hinn hollenska Steven van de Velde þegar hann mætti til leiks í strandblaki karla á Ólympíuleikunum. Velde er dæmdur nauðgari eftir að hafa ferðast frá Hollandi til Englands til að nauðga 12 ára gamalli stelpu. 28. júlí 2024 13:30 Dæmdur nauðgari fær ekki að gista í Ólympíuþorpinu Hollenski blakarinn Steven Van de Velde mun taka þátt í Ólympíuleikunum í París en hann fær aftur á móti ekki leyfi til að gista í sjálfu Ólympíuþorpinu með hinu íþróttafólkinu á leikunum. 23. júlí 2024 06:31 Dæmdur barnaníðingur keppir fyrir hönd Hollands á Ólympíuleikunum Hollenski strandblakarinn Steven van de Velde játaði að hafa nauðgað 12 ára barni þrisvar sinnum. Hann hefur nú tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. 27. júní 2024 07:00 Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Van Gerwen ætlar ekki að horfa á Luke Littler í kvöld Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Fékk ráð frá Zelenskyj fyrir bardagann á móti Fury Sjá meira
„Ég gerði mistök fyrir tíu árum síðan. Ég verð að taka afleiðingum þess,“ sagði Van de Velde í fyrsta viðtalinu eftir Ólympíuleikana, samkvæmt Telegraaf. Van de Velde var 19 ára gamall þegar hann var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga 12 ára breskri stúlku. Eftir að hann losnaði úr fangelsi hélt hann áfram að spila strandblak og komst inn á leikana í París. Ákvörðun Hollendinga um að leyfa Van de Velde að keppa hlaut mikla gagnrýni og baulað var kröftuglega á hann við keppni á leikunum. „Ef að íþróttamaður eða þjálfari væri með eitthvað svona mál á bakinu þá hefði hann ekki fengið að vera í okkar liði,“ sagði til að mynda Anna Meares, formaður ástralska ólympíusambandsins. Sobbing child rapist Steven van de Velde breaks silence after being booed at the Olympics https://t.co/YMBd0cUsdL— LBC News (@LBCNews) August 13, 2024 Van de Velde felldi tár í viðtalinu sem birt var í dag og sagði fólk hafa gengið of langt með því að ásækja fjölskyldumeðlimi hans. „Ég gerði mistök fyrir tíu árum og verð að taka afleiðingum þess. En það er of langt gengið að ráðast á fólkið í kringum mig, alveg sama hvort það er Matthew [Immer, liðsfélagi], konan mín eða barnið mitt,“ sagði Van de Velde og viðurkenndi að hafa íhugað að hætta við leikana. „Það komu svo sannarlega augnablik þar sem ég hugsaði með mér; er þetta virkilega þess virði?“ Van de Velde og Immer komust í 16-liða úrslit á leikunum en töpuðu þar fyrir Brasilíu. Van de Velde dvaldi ekki í ólympíuþorpinu líkt og langflestir keppendur heldur á ótilgreindum stað, og þá var hann ekki skyldaður til að mæta í viðtöl eins og aðrir.
Ólympíuleikar 2024 í París Holland Tengdar fréttir Baulað á nauðgarann Van de Velde Baulað var á hinn hollenska Steven van de Velde þegar hann mætti til leiks í strandblaki karla á Ólympíuleikunum. Velde er dæmdur nauðgari eftir að hafa ferðast frá Hollandi til Englands til að nauðga 12 ára gamalli stelpu. 28. júlí 2024 13:30 Dæmdur nauðgari fær ekki að gista í Ólympíuþorpinu Hollenski blakarinn Steven Van de Velde mun taka þátt í Ólympíuleikunum í París en hann fær aftur á móti ekki leyfi til að gista í sjálfu Ólympíuþorpinu með hinu íþróttafólkinu á leikunum. 23. júlí 2024 06:31 Dæmdur barnaníðingur keppir fyrir hönd Hollands á Ólympíuleikunum Hollenski strandblakarinn Steven van de Velde játaði að hafa nauðgað 12 ára barni þrisvar sinnum. Hann hefur nú tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. 27. júní 2024 07:00 Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Van Gerwen ætlar ekki að horfa á Luke Littler í kvöld Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Fékk ráð frá Zelenskyj fyrir bardagann á móti Fury Sjá meira
Baulað á nauðgarann Van de Velde Baulað var á hinn hollenska Steven van de Velde þegar hann mætti til leiks í strandblaki karla á Ólympíuleikunum. Velde er dæmdur nauðgari eftir að hafa ferðast frá Hollandi til Englands til að nauðga 12 ára gamalli stelpu. 28. júlí 2024 13:30
Dæmdur nauðgari fær ekki að gista í Ólympíuþorpinu Hollenski blakarinn Steven Van de Velde mun taka þátt í Ólympíuleikunum í París en hann fær aftur á móti ekki leyfi til að gista í sjálfu Ólympíuþorpinu með hinu íþróttafólkinu á leikunum. 23. júlí 2024 06:31
Dæmdur barnaníðingur keppir fyrir hönd Hollands á Ólympíuleikunum Hollenski strandblakarinn Steven van de Velde játaði að hafa nauðgað 12 ára barni þrisvar sinnum. Hann hefur nú tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. 27. júní 2024 07:00