Veður

Lægð nálgast landið úr suð­vestri

Lovísa Arnardóttir skrifar
Um hádegisbil á að vera farið að rigna á Suður- og Suðausturlandi en ágætis veður verður á Norður- og Norðausturlandi.
Um hádegisbil á að vera farið að rigna á Suður- og Suðausturlandi en ágætis veður verður á Norður- og Norðausturlandi. Mynd/Veðurstofan

Lægð nálgast landið úr suðvestri nú í morgunsárið. Það gengur í austan- og suðaustankalda með rigningu sunnanlands, en dregur úr vindi síðdegis. Yfirleitt hægari og bjart með köflum fyrir norðan, en dálítil væta seinnipartinn.

Í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar kemur fram að útlit sé fyrir suðvestangolu á morgun og rigningu í flestum landshlutum, en stöku skúrir norðaustantil. Hiti verður líklega á bilinu 7 til 17 stig, mildast á Norðausturlandi.

Á föstudag verður norðlæg átt og léttir smám saman til sunnan heiða, en dálítil rigning eða súld á Norðurlandi og heldur kólnandi veður þar.

Á vef Vegagerðar má sjá að greiðfært er um landið allt. Best er að fylgjast með vef Vegagerðar og vef Veðurstofu til að fá nýjustu fréttir um færð eða veður.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:

Suðvestlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og víða rigning, en skúrir norðaustantil. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast norðaustanlands.

Á föstudag:

Norðan og norðvestan 5-10 m/s og dálítil rigning eða súld, en léttir smám saman til sunnan heiða. Hiti 7 til 16 stig, mildast syðst.

Á laugardag, sunnudag og mánudag:

Norðvestan 5-13 m/s, hvassast fyrir norðan, og rigning eða súld með köflum. Bjart með köflum sunnanlands, en líkur á skúrum. Hiti frá 5 stigum við norðurströndina að 13 stigum syðst.

Á þriðjudag:

Útlit fyrir norðvestlæga átt og dregur smám saman úr úrkomu fyrir norðan. Að mestu bjart sunnantil, en stöku skúrir síðdegis. Hiti breytist lítið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×