Sport

Dr. Dre vill keppa á Ólympíu­leikunum í Los Angeles

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dr. Dre sést hér skemmta þegar Los Angeles borg kynnti komandi leika sína á lokahátíð Ólympíuleikanna í París.
Dr. Dre sést hér skemmta þegar Los Angeles borg kynnti komandi leika sína á lokahátíð Ólympíuleikanna í París. Getty/Emma McIntyre

Tónlistar mógúllinn Dr. Dre er sannfærður um að hann geti keppt á næstu Ólympíuleikum sem fara fram á heimavelli hans í Bandaríkjunum.

Dr. Dre er þekktur fyrir hæfileika sína í upptökuherberginu sem og fyrir aftan hljóðnemann. Hann telur sig líka eiga heima meðal besta íþróttafólks heims.

Í frétt Sports Illustrated kemur fram að Dr. Dre vilji keppa á Ólympíuleikunum í Los Angeles 2028 og ekki bara í einhverri grein. Hann vill keppa í bogfimi á leikunum.

Dr. Dre þekkir vel til íþróttarinnar sem hann hefur stundað frá því að hann var í gagnfræðaskóla.

Í umræddri frétt segir að Dr. Dre sé alvarlega að íhuga það að reyna að komast í Ólympíulið Bandaríkjanna. Hann ítrekar það að honum sé full alvara.

Hann sýndi líka myndband af sér á samfélagsmiðlum að sýna takta með bogann.

Suður-Kóreumenn voru með algjöra yfirburði í bogfimi á Ólympíuleikunum í París. Þeir unnu öll fimm gullverðlaunin og alls sjö verðlaun. Bandaríkjamenn komu næsti með tvenn verðlaun alveg eins og Frakkar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×