Vill afsökunarbeiðni vegna dómaramistaka sem kostuðu hana gullið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. ágúst 2024 11:30 Amber Rutter með silfurmedalíuna og soninn Tommy við heimkomuna frá París. getty/Leon Neal Breska skyttan Amber Rutter vill fá afsökunarbeiðni vegna dómaramistakanna sem urðu til þess að hún vann ekki gullið í haglabyssuskotfimi (e. skeet) á Ólympíuleikunum í París. Rutter mætti Franciscu Crovetto Chadid frá Síle í bráðabana í úrslitum í haglabyssuskotfiminni. Þær voru jafnar eftir þrjár umferðir en í þeirri fjórðu mátu dómararnir ranglega að skot Rutters hefði geigað, þegar það hitti raunar í mark. Ekki er notast við myndbandsupptökur í haglabyssuskotfimi og dómararnir stóðu við ákvörðun sína þegar Rutter mótmælti. Chadid hitti svo úr síðustu tveimur skotum sínum og tryggði sér gullið. „Þúsundum athugasemda og mynda, sem sýna augljóslega að ég hitti úr lokaskoti mínu í bráðabananum í úrslitaleiknum, hefur verið deilt. Mér finnst ég skulda ekki bara sjálfum mér heldur öllu skotsamfélaginu að benda á og taka þetta fyrir,“ skrifaði Rutter á Instagram. „Allt íþróttafólk, sérstaklega á Ólympíuleikunum, á skilið að keppa á sanngjörnum grundvelli. Við erum á hæsta getustigi og svona mistök eiga að mínu mati ekki að geta átt sér stað.“ Rutter sagðist ekki búast við því að mikið yrði gert í málinu og hún væri ekki að leitast eftir því. En hún kallaði eftir því að einhverjir myndu taka ábyrgð og hún fengi afsökunarbeiðni vegna mistakanna sem urðu til þess að hún missti af tækifærinu á því að vinna Ólympíugull. Rutter keppti fyrst á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 þar sem hún endaði í 6. sæti. Hún átti að keppa í Tókýó fyrir þremur árum en greindist með kórónuveiruna kvöldið áður en hún átti að fljúga til Japan og ekkert varð af þátttöku hennar þar. Rutter keppti svo í annað sinn á leikunum í París og vann silfrið, þremur mánuðum eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn. Hún er fyrsta breska konan sem vinnur til verðlauna í haglabyssuskotfimi. Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Sjá meira
Rutter mætti Franciscu Crovetto Chadid frá Síle í bráðabana í úrslitum í haglabyssuskotfiminni. Þær voru jafnar eftir þrjár umferðir en í þeirri fjórðu mátu dómararnir ranglega að skot Rutters hefði geigað, þegar það hitti raunar í mark. Ekki er notast við myndbandsupptökur í haglabyssuskotfimi og dómararnir stóðu við ákvörðun sína þegar Rutter mótmælti. Chadid hitti svo úr síðustu tveimur skotum sínum og tryggði sér gullið. „Þúsundum athugasemda og mynda, sem sýna augljóslega að ég hitti úr lokaskoti mínu í bráðabananum í úrslitaleiknum, hefur verið deilt. Mér finnst ég skulda ekki bara sjálfum mér heldur öllu skotsamfélaginu að benda á og taka þetta fyrir,“ skrifaði Rutter á Instagram. „Allt íþróttafólk, sérstaklega á Ólympíuleikunum, á skilið að keppa á sanngjörnum grundvelli. Við erum á hæsta getustigi og svona mistök eiga að mínu mati ekki að geta átt sér stað.“ Rutter sagðist ekki búast við því að mikið yrði gert í málinu og hún væri ekki að leitast eftir því. En hún kallaði eftir því að einhverjir myndu taka ábyrgð og hún fengi afsökunarbeiðni vegna mistakanna sem urðu til þess að hún missti af tækifærinu á því að vinna Ólympíugull. Rutter keppti fyrst á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 þar sem hún endaði í 6. sæti. Hún átti að keppa í Tókýó fyrir þremur árum en greindist með kórónuveiruna kvöldið áður en hún átti að fljúga til Japan og ekkert varð af þátttöku hennar þar. Rutter keppti svo í annað sinn á leikunum í París og vann silfrið, þremur mánuðum eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn. Hún er fyrsta breska konan sem vinnur til verðlauna í haglabyssuskotfimi.
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Sjá meira