Borgaði tvöfalt meira fyrir miklu minna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. ágúst 2024 14:01 Kristín Ólafs keypti sambærilegar vörur með glúteini á meðan Diljá keypti sínar venjulegu glúteinlausu. Diljá borgaði bæði meira og fékk minna magn. Diljá Jóhannsdóttir er hætt að njóta þess að fara út að borða og þarf auk þess að borga miklu meira fyrir matvöru en aðrir. Hún er með sjálfsofnæmissjúkdóminn Selíak en eina meðferðin er algjörlega glúteinlaust fæði. Kristín Ólafsdóttir fór í sérstaka verslunarferð með Diljá í Íslandi í dag. „Það þarf að passa mikið líka upp á krossmit og slíkt, má helst ekki fá mylsnu. Viðmiðin eru tuttugu parts per milljón, sem er þá bara mylsna eða tvær held ég. Það hafa náttúrulega orðið slys og það verða slys,“ segir Diljá. Þannig getur minnsta glúteinarða valdið miklum usla sé hún innbyrt. Einkennin geta verið næringarskortur, þyngdartap, kviðverkir, niðurgangur, þunglyndi og hármissir svo fátt eitt sé nefnt. Erfiðast í félagslegum aðstæðum Diljá segir í Íslandi dag það erfiðasta sem fylgi sé að vera í félagslegum aðstæðum þar sem matur komi við sögu. Að fara út að borða og í matarboð geti reynst þrautin þyngri. Diljá segir að sér finnist ekkert sérstaklega gaman að fara út að borða vegna þessa. „Þegar maður fer út að borða þá þarf maður náttúrulega að spyrja tuttugu spurninga kannski og það er mjög mismunandi hversu auðvelt er að fá svör. Og að fara í boð þá þarf maður alltaf að hringja á undan sér og athuga hvort það sé eitthvað eða hvort ég megi taka nesti, eða hvort það sé skrítið þá að taka nesti og allt svoleiðis.“ Miklu dýrara líf Diljá bjó um skeið í Noregi og sér mikinn mun á kunnáttu heilbrigðisstarfsfólks og veitingastaða vegna sjúkdómsins og hér. Þar er auk þess greiddur styrkur til þeirra sem eru með Selíak mánaðarlega. Þá er glúteinlaust fæði niðurgreitt með sambærilegum hætti víðar í Evrópu. „Þegar ég þarf að versla í matinn þarf ég iðulega að fara í tvær, þrjár búðir til að finna það sem ég þarf. Krónan selur kannski pasta sem ég þarf, Bónus selur mjölið sem ég þarf, Nettó kannski með meiri pulsubrauð, meira spes vörur. Þannig maður þarf oft að fara í nokkrar búðir til að versla.“ Þær Kristín og Diljá kíkja í litla verslunarferð í Íslandi í dag, Kristín með hefðbundnar vörur en Diljá með glúteinlausar. Gríðarlegur munur er á bæði magni af mat og verðinu sem þær greiða en Kristín greiðir 1839 krónur fyrir 4555 grömm af mat en Diljá 3.471 krónur fyrir 1830 grömm. Diljá segir þetta lýsandi fyrir sína reynslu. „Þetta er eina lyfið sem er við mínum sjúkdómi, það er ekki hægt að kaupa neitt úti í apóteki, ég þarf að vera á þessu mataræði ævilangt, ég læknast ekki. Þetta spilar inn í og þetta er ágæt upphæð sem maður borgar aukalega fyrir þetta mataræði. Það myndi hjálpa mikið að fá smá styrk.“ Ísland í dag Heilsa Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Sjá meira
„Það þarf að passa mikið líka upp á krossmit og slíkt, má helst ekki fá mylsnu. Viðmiðin eru tuttugu parts per milljón, sem er þá bara mylsna eða tvær held ég. Það hafa náttúrulega orðið slys og það verða slys,“ segir Diljá. Þannig getur minnsta glúteinarða valdið miklum usla sé hún innbyrt. Einkennin geta verið næringarskortur, þyngdartap, kviðverkir, niðurgangur, þunglyndi og hármissir svo fátt eitt sé nefnt. Erfiðast í félagslegum aðstæðum Diljá segir í Íslandi dag það erfiðasta sem fylgi sé að vera í félagslegum aðstæðum þar sem matur komi við sögu. Að fara út að borða og í matarboð geti reynst þrautin þyngri. Diljá segir að sér finnist ekkert sérstaklega gaman að fara út að borða vegna þessa. „Þegar maður fer út að borða þá þarf maður náttúrulega að spyrja tuttugu spurninga kannski og það er mjög mismunandi hversu auðvelt er að fá svör. Og að fara í boð þá þarf maður alltaf að hringja á undan sér og athuga hvort það sé eitthvað eða hvort ég megi taka nesti, eða hvort það sé skrítið þá að taka nesti og allt svoleiðis.“ Miklu dýrara líf Diljá bjó um skeið í Noregi og sér mikinn mun á kunnáttu heilbrigðisstarfsfólks og veitingastaða vegna sjúkdómsins og hér. Þar er auk þess greiddur styrkur til þeirra sem eru með Selíak mánaðarlega. Þá er glúteinlaust fæði niðurgreitt með sambærilegum hætti víðar í Evrópu. „Þegar ég þarf að versla í matinn þarf ég iðulega að fara í tvær, þrjár búðir til að finna það sem ég þarf. Krónan selur kannski pasta sem ég þarf, Bónus selur mjölið sem ég þarf, Nettó kannski með meiri pulsubrauð, meira spes vörur. Þannig maður þarf oft að fara í nokkrar búðir til að versla.“ Þær Kristín og Diljá kíkja í litla verslunarferð í Íslandi í dag, Kristín með hefðbundnar vörur en Diljá með glúteinlausar. Gríðarlegur munur er á bæði magni af mat og verðinu sem þær greiða en Kristín greiðir 1839 krónur fyrir 4555 grömm af mat en Diljá 3.471 krónur fyrir 1830 grömm. Diljá segir þetta lýsandi fyrir sína reynslu. „Þetta er eina lyfið sem er við mínum sjúkdómi, það er ekki hægt að kaupa neitt úti í apóteki, ég þarf að vera á þessu mataræði ævilangt, ég læknast ekki. Þetta spilar inn í og þetta er ágæt upphæð sem maður borgar aukalega fyrir þetta mataræði. Það myndi hjálpa mikið að fá smá styrk.“
Ísland í dag Heilsa Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Sjá meira