Sport

Allt er þegar þrennt er hjá Kol­beini og Mika

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kolbeinn Kristinsson hefur þurft að bíða lengi eftir bardaganum gegn Mika Mielonen.
Kolbeinn Kristinsson hefur þurft að bíða lengi eftir bardaganum gegn Mika Mielonen.

Kolbeinn Kristinsson, Baltic Union meistari, mun verja beltið sitt í fyrsta skipti gegn Finnanum Mika Mielonen þann 3. september.

Þetta er í þriðja sinn sem bardagi Kolbeins og Mika er settur á dagskrá. Þeir áttu upphaflega að mætast 1. júní en á síðustu stundu þurfti Mika að hætta við vegna veikinda.

Síðan var samið um að þeir ættu að mætast 27. júlí en viku fyrir bardagann þar hann færður fram í september, án fullnægjandi skýringa að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Kolbeini.

Nú er ljóst að bardagi þeirra Kolbeins og Mika verður á Töölö-leikvanginum í Helsinki þann 3. september næstkomandi.

Kolbeinn er í 127. sæti heimslistans í þungavigt en sigur á Mika gæti fleytt honum upp um ansi mörg sæti á listanum.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×