Íslenski boltinn

Fresta bikar­úr­slita­leik karla til 21. septem­ber

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Víkingar hafa unnið síðustu fjóra bikarúrslitaleiki.
Víkingar hafa unnið síðustu fjóra bikarúrslitaleiki. Vísir/Hulda Margrét

Víkingar eiga góða möguleika á því að komast í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar og það kallar á breytingar á úrslitaleiknum í Mjólkurbikar karla í fótbolta.

Bikarúrslitaleikur KA og Víkings fer ekki fram föstudaginn 23. ágúst eins og áætlað var.

Góður árangur Víkinga í Sambandsdeildinni þýðir að liðið er að spila fyrri leik sinn í umspili Sambandsdeildar UEFA daginn áður. 

Víkingar mæta UE Santa Coloma frá Andorra í Víkinni fimmtudaginn 22. ágúst næstkomandi. Það lið sem hefur betur í tveimur leikjum liðanna kemst í riðlakeppnina. Seinni leikurinn er út í Andorra viku síðar.

Knattspyrnusamband Íslands hefur því ákveðið að fresta bikarúrslitaleiknum um næstum því mánuð.

Hann er nú settur á laugardaginn 21. september kl. 16.00 á Laugardalsvelli.

  • Mjólkurbikar karla - Úrslitaleikur:
  • KA – Víkingur R
  • Var: Föstudaginn 23. ágúst kl. 19.15 á Laugardalsvelli
  • Verður: Laugardaginn 21. september kl. 16.00 á Laugardalsvelli



Fleiri fréttir

Sjá meira


×