Húsið er hannað af Björgvini Snæbjörnssyni arkitekt og endurhannaði Rut Káradóttir innanhússarkitekt húsið að innan á árunum 2016 og 2017.
Eignin einkennist af miklum glæsileika þar sem sérsmíðaðar innréttingar,, aukin lofthæð og vönduð húsgögn eru í aðalhlutverki. Í stofunni má sjá veglegan arin með stálklæðningu og marmaraklædda veggi sem setja fágaðan svip á heildarmynd hússins.
Hlýleg litapalletta og náttúrulegur efniviður er gegnumgangandi í húsinu og skapar notalega stemningu á heimilið.
Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.





Svanhildur og eiginmaður hennar, Grímur Garðarsson eigandi Bestseller á Íslandi, festu kaup á rúmlega fimm hundruð fermetra einbýlishúsi við Túngötu í Reykjavík í fyrra. Hjónin greiddu 575 milljónir fyrir húsið. Svanhildur og Grímur eru bæði til lögheimilis að Votakri.
Þau gengu í hjónaband á Mallorca í fyrra og fór athöfnin fram á herragarðinum La Fortaleza, einum fallegasta stað eyjunnar sem minnir einna helst á kastala frá miðöldum.