Innherji

Bú­ist við end­ur­tekn­u efni við á­kvörð­un stýr­i­vaxt­a

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Ásgeir jónsson er seðlabankastjóri.
Ásgeir jónsson er seðlabankastjóri. VÍSIR/ARNAR halldórsson

Útilokað er að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands þyki forsvaranlegt að lækka stýrivexti næstkomandi miðvikudag. Verðbólga hefur hækkað um þrjár kommur frá síðustu vaxtaákvörðun. Aðalhagfræðingur Kviku banka vekur athygli á að hægt hefur á hjöðnun undirliggjandi verðbólgu og verðbólguvæntingar hafa lítið breyst frá síðustu stýrivaxtaákvörðun.


Tengdar fréttir

Ættu ekki að vænta kröfu­lækkunar á löngum ríkis­bréfum þegar vextir lækka

Ef marka má þróunina hjá nýmarkaðsríkjum sem hófu vaxtalækkunarferli á síðasta ári þá er ósennilegt að skuldabréfafjárfestar njóti góðs af því að færa sig yfir í lengri ríkisbréf þegar fyrstu vaxtalækkanirnar koma til framkvæmda, að sögn aðalhagfræðings Kviku banka, enda sé þá mestöll kröfulækkun bréfanna komin fram. Vaxtarófið á íslenskum ríkisskuldabréfamarkaði hefur verið niðurhallandi um nokkurt skeið, og því lítið upp úr því að hafa fyrir fjárfesta að lengja í skuldabréfasöfnum, en væntingar eru um að peningastefndin lækki vexti síðar á árinu.

Varar Seðla­bankann við því að endur­taka fyrri mis­tök með hávaxta­stefnu sinni

Forstjóri eins umsvifamesta fjárfestingafélags landsins fer hörðum orðum um vaxtastefnu Seðlabankans, sem er „alltof upptekinn“ við að rýna í baksýnisspegilinn nú þegar verðbólgan sé ekki lengur keyrð áfram af þenslu, og varar við því að mistökin í aðdraganda fjármálahrunsins verði endurtekin þegar hátt vaxtastig viðhélt óraunhæfu gengi krónunnar samtímis því að heimili og fyrirtæki neyddust til að fjármagna sig í verðtryggðum krónum eða erlendum myntum. Hann telur að það „styttist í viðspyrnu“ á hlutabréfmarkaði eftir að hafa verið í skötulíki um langt skeið, meðal annars vegna skorts á fjölda virkra þátttakenda og einsleitni fjárfesta, en segir lífeyrissjóði sýna hugmyndum til að auka skilvirkni markaðarins lítinn áhuga.

„Ó­vænt bak­slag“ en ein verð­bólgu­mæling breytir ekki heildar­myndinni

Þegar leiðrétt er fyrir sveiflukenndum liðum í vísitölu neysluverðs, ásamt ytri þáttum sem tengjast ekki íslensku hagkerfi, þá virðist verðbólguþrýstingurinn enn vera nokkuð yfir markmiði Seðlabankans þótt hann hafi vissulega minnkað frá því að hann náði hámarki. Óvænt hækkun verðbólgunnar í þessum mánuði breytir ekki heildarmyndinni, að mati hagfræðinga Arion banka, en þeir benda á að verð á bæði innlendum vörum og þjónustu hefur verið að hækka af mikið að undanförnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×