Íslenski boltinn

Mynda­veisla: Mjólkin flæddi þegar Vals­konur fögnuðu bikar­titlinum

Smári Jökull Jónsson skrifar
Mjólkin flaut um allt í fagnaðarlátunum.
Mjólkin flaut um allt í fagnaðarlátunum. Vísir/Anton Brink

Valskonur urðu í gærkvöldi bikarmeistarar í knattspyrnu kvenna þegar liðið lagði Breiðablik 2-1 að velli í úrslitaleik. Anton Brink ljósmyndari Vísis myndaði fagnaðarlæti Valskvenna eftir leikinn.

Leikurinn í gær var einvígi tveggja efstu liða Bestu deildarinnar og því búist við spennandi leik. Sú varð líka raunin þó 2-1 sigur Vals hafi verið sanngjarn þegar upp var staðið.

Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir og Jasmín Erla Ingadóttir komu Val í 2-0 áður en Karitas Tómasdóttir minnkaði muninn fyrir Breiðablik í blálokin.

Anton Brink ljósmyndari Vísis var á Laugardalsvelli í gær og myndaði fögnuð Valskvenna eftir leikinn.

Stuðningsmaður Vals í stúkunni.Vísir/Anton Brink
Fanndís Friðriksdóttir er ein af reynsluboltunum í liði Vals.Vísir/Anton Brink
Hver verður á undan?Vísir/Anton Brink
Barátta um boltann.Vísir/Anton Brink
Valskonur skoruðu tvö mörk í seinni hálfleiknum.Vísir/Anton Brink
Valskonur fagna öðru marka sinna.Vísir/Anton Brink
Marki fagnað.Vísir/Anton Brink
Jasmín Erla Ingadóttir skoraði seinna mark Vals.Vísir/Anton Brink
Fagnað í leikslok.Vísir/Anton Brink
Fagnað með stuðningsmönnunum.Vísir/Anton Brink
Elísa Viðarsdóttir fyrirliði Vals.Vísir/Anton Brink
Bikarinn kominn á loft.Vísir/Anton Brink
Bikarinn hátt á loft.Vísir/Anton Brink
Blikakonur svekktar í leikslok.Vísir/Anton Brink
Fanney Inga Birkisdóttir og Natasha Anasi með bikarinn.Vísir/Anton Brink
Fanney Inga Birkisdóttir lyftir bikarnum.Vísir/Anton Brink
Valskonur hafa eflaust fagnað langt fram eftir kvöldi.Vísir/Anton Brink
Fögnuðurinn var mikill.Vísir/Anton Brink
Berglind Björg Þorvaldsdóttir virðist ekkert alltof sátt með að fá mjólkina á sig.Vísir/Anton Brink
Mjólkin flaut um allt í fagnaðarlátunum.Vísir/Anton Brink
Hér sést glögglega hvaða leikmenn það voru sem hófu mjólkurstríðið.Vísir/Anton Brink
Hér sést glögglega hvaða leikmenn það voru sem hófu mjólkurstríðið.Vísir/Anton Brink
Valskonur fagna.Vísir/Anton Brink
Vísir/Anton Brink
Vísir/Anton Brink
Gleðin var allsráðandi.Vísir/Anton Brink
Gleðin leynir sér ekki hjá Jasmín Erlu Ingadóttur.Vísir/Anton Brink
Vísir/Anton Brink



Fleiri fréttir

Sjá meira


×