Handbolti

Stelpurnar unnu Gíneu en spila um For­seta­bikarinn

Sindri Sverrisson skrifar
Dagmar Guðrún Pálsdóttir var markahæst Íslands í dag með sex mörk. Hér er hún á ferðinni í leiknum við Þjóðverja.
Dagmar Guðrún Pálsdóttir var markahæst Íslands í dag með sex mörk. Hér er hún á ferðinni í leiknum við Þjóðverja. IHF

Íslenska stúlknalandsliðið í handbolta, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, fagnaði sínum fyrsta sigri á HM í Kína í dag þegar liðið lagði Gíneu að velli, 25-20.

Ísland hafði tapað fyrstu tveimur leikjum sínum á mótinu, gegn Tékklandi og Þýskalandi, en lauk riðlakeppninni á fimm marka sigri gegn Gíneu sem þar með tapaði öllum þremur leikjum sínum.

Ísland endaði því í 3. sæti síns riðils og fer í keppni um Forsetabikarinn, þar sem fyrstu leikur liðsins verður á mánudaginn.

Íslensku stelpurnar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik í dag, 13-11, en juku svo forskotið í seinni hálfleik sem liðið vann 12-9.

Dagmar Guðrún Pálsdóttir var markahæst í liðinu, samkvæmt skýrslu á vef IHF, með sex mörk úr sjö skotum. Þóra Hrafnkelsdóttir skoraði fjögur mörk og þær Lydía Gunnþórsdóttir, Guðrún Hekla Traustadóttir og Bergrós Ásta Guðmundsdóttir þrjú mörk hver.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×