Sport

Dag­skráin í dag: Fall­bar­áttan í Bestu, enski og svo margt fleira

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fylkir mætir HK í Kórnum. Spurning hvort markið sé löglegt í dag.
Fylkir mætir HK í Kórnum. Spurning hvort markið sé löglegt í dag. Vísir/Diego

Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport á þessum sófa-sunnudegi. Alls bjóðum við upp á 10 beinar útsendingar.

Stöð 2 Sport

Klukkan 16.50 hefst útsending frá Akureyri þar sem KA tekur á móti Stjörnunni í Bestu deild karla í fótbolta.

Stöð 2 Sport 2

Á miðnætti mætast San Francisco 49ers og New Orleans Saints í vináttuleik en bæði lið erum að undirbúa sig undir komandi tímabil í NFL-deildinni.

Klukkan 20.00 er Einvígið á nesinu á dagskrá.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 19.05 hefst útsending frá Kórnum þar sem HK tekur á móti Fylki í sannkölluðum sex stiga fallslag í Bestu deild karla. Að leik loknum – klukkan 21.20 – eru Ísey Tilþrifin á dagskrá.

Vodafone Sport

Klukkan 10.55 hefst útsending frá Norður-Englandi þar sem Sunderland tekur á móti Sheffield Wednesday í ensku B-deild karla í knattspyrnu.

Klukkan 13.55 er komið að leik Bolton Wanderers og Wrexham í ensku C-deildinni.

Klukkan 16.00 er komið að leik Miami Marlins og New York Mets í MLB-deildinni í hafnabolta.

Klukkan 18.55 er komið að US Amateur Open-mótinu í golfi.

Klukkan 23.00 er komið að Detroit Tigers og New York Yankees í MLB-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×