Sport

Haf­þór Júlíus annar sterkasti maður jarðar: Setti tvö heims­met

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hafþór Júlíus Björnsson vann fimm greinar af átta en náði ekki að vinna keppnina.
Hafþór Júlíus Björnsson vann fimm greinar af átta en náði ekki að vinna keppnina. @thorbjornsson

Hafþór Júlíus Björnsson varð í öðru sæti í keppninni um sterkasta mann jarðarinnar, Strongest Man On Earth, sem fór fram um helgina í Loveland í Colorado fylki í Bandaríkjunum.

Kanadamaðurinn Mitchell Hooper vann keppnina og Lucas Hatton varð þriðji á eftir Hafþóri.

Hafþór Júlíus Björnsson á verðlaunapallinum með þeim Mitchell Hooper og Lucas Hatton.@theshawclassic

Hafþór náði ekki að fagna sigri í keppninni þrátt fyrir að vinna meirihlutann af greinunum.

„Ég gerði mitt besta, vann fimm af átta greinum og setti tvö heimsmet. Ég er stoltur af frammistöðu minni en tapaði mikið af stigum í tveimur af pressugreinunum,“ skrifaði Hafþór á samfélagsmiðla sína.

Fjallið eins og flestir þekkja hann er byrjaður að keppa aftur í aflraunum eftir nokkra ára fjarveru. Hann vann á dögunum keppnina um sterkasta mann Íslands og það í ellefta sinn á aflraunaferlinum.

Hafþór setti meðal annars heimsmet í kútakasti í keppninni í Colarado um helgina. Hann kastaði kútnum yfir slá í 7,77 metra hæð eins og sjá má hér fyrir neðan. Hann lyfti líka 449,5 kílóum í réttstöðulyftu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×