Innherji

Mun um­fangs­meir­i end­ur­skoð­un á töl­um um kort­a­velt­u en bú­ist var við

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Hagfræðingar Arion banka hafa áður rætt um að gögn um kortaveltu væru villandi vegna skorts á gögnum. Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa í einhverjum mæli fært sig til erlendra færsluhirða og tekjurnar hafa því ekki birst í útflutningstölur Hagstofu Íslands.
Hagfræðingar Arion banka hafa áður rætt um að gögn um kortaveltu væru villandi vegna skorts á gögnum. Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa í einhverjum mæli fært sig til erlendra færsluhirða og tekjurnar hafa því ekki birst í útflutningstölur Hagstofu Íslands. Vísir/Vilhelm

Endurskoðun Seðlabanka Íslands á tölum um kortaveltu frá upphafi árs 2023 var mun umfangsmeiri en Greining Arion banka vænti. Á öðrum ársfjórðungi þessa árs var kortavelta um 6,1 prósent meiri en áður var talið og staða ferðaþjónustu virðist því betri en reiknað var með. „Yfir sumarmánuðina mælist neysla á hvern ferðamann nú meiri en í fyrra.“


Tengdar fréttir

Seðla­bankanum hefnist núna fyrir nei­kvætt raun­vaxta­stig um of langt skeið

Það verður bið á því að vaxtalækkunarferli Seðlabankans hefjist í vikunni en funheitur fasteignamarkaður, áframhaldandi spenna á vinnumarkaði og óvænt hækkun á árstakti verðbólgunnar þýðir að peningastefnunefndin verður var um sig og telur það ekki áhættunnar virði að losa um aðhaldsstigið á þessum tímapunkti, að mati hagfræðinga og markaðsaðila í vaxtakönnun Innherja. Nánast fullkominn samhljómur er um að vöxtunum verði haldið óbreyttum sjötta fundinn í röð, mögulega með harðari tón en áður, en sumir benda á að Seðlabankanum hefnist núna fyrir að hafa haldið raunvöxtum neikvæðum um of langt skeið.

„Ekkert hrun“ í ferða­þjónustu en stöðnun getur hitt sum fyrir­tæki illa fyrir

Nýjustu tölur um fjölda gistinátta erlendra ferðamanna í júní benda til þess að það sé „ekkert hrun“ í ferðaþjónustu, að sögn hagfræðinga Arion banka, en fyrir atvinnugrein sem hefur vaxið hratt og fjárfest í samræmi við það getur stöðnun hitt mögulega sum fyrirtæki illa fyrir. Stöðug fækkun að undanförnu í gistinóttum ferðamanna frá Bretlandi, næst fjölmennasta þjóðin til að sækja landið heim, gæti aukið á árstíðarsveifluna en þeir hafa verið duglegir að ferðast til Íslands yfir vetrarmánuðina.

Ari­on: Ferð­­a­­þjón­­ust­­a mun sækj­­a í sig veðr­­ið á næst­­a ári

Bakslagið sem er að verða í ferðaþjónustu er aðeins tímabundið, að mati hagfræðinga Arion, fremur en að það sé í vændum „kollsteypa“ líkt og sumir hafa látið í veðri vaka. Aðalhagfræðingur bankans bendir á að vegna of hás raungengis sé útlit sé fyrir gengisveikingu krónunnar horft til næstu þriggja ára sem gæti stutt við atvinnugreinina og ýtt undir lengri dvalartíma ferðamanna.

Meir­­i hall­­i á ut­­­an­­­rík­­­is­v­­ið­­­skipt­­­um en vænst var en töl­­­urn­­­ar eru ó­­­á­b­­ygg­­­i­­­leg­­­ar

Vöru- og þjónustujöfnuður á fyrstu þremur mánuðum ársins hefur ekki verið óhagstæðari í nokkur ár. Það má einkum reka til loðnubrests, minni útflutnings á áli og umtalsverðum innflutningi á fjárfestingarvörum. „Vaxandi vöruskiptahalli er því vonandi ekki alslæmur,“ segir hagfræðingur um síðast nefnda atriðið en nefnir að umræddar hagtölur séu um þessar mundir ekki nógu ábyggylegar vegna. Borið hafi á að ferðaþjónustufyrirtæki hafi fært sig til erlendra færsluhirða að undanförnu. Sala þeirra birtist því ekki í útflutningstölum Hagstofunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×